Heyrnartækjastyrkir.

Hvaða reglur gilda um Heyrnartækjastyrki ?

Hjálpartækjamiðstöð SÍ vinnur eftir reglugerð nr. 969/2015 um styrki vegna kaupa á heyrnartækjum hjá öðrum en Heyrnar- og talmeinastöð.

Hverjir eiga rétt á styrk til heyrnartækjakaupa hjá SÍ ?

Einstaklingar 18 ára og eldri sem eru sjúkratryggðir hér á landi samkvæmt lögum um sjúkratryggingar og hafa tónmeðalgildi á betra eyranu > 30 dB við tíðnina 0.5, 1.0, 2.0 og 4.0 kHz eða við tíðnina 2.0, 4.0 og 6.0 kHz. Heyrnarmælingar þurfa að vera framkvæmdar af löggiltum heyrnarfræðingi eða háls-, nef- og eyrnalækni.

Get ég fengið styrk til kaupa á heyrnatæki óháð því hvar það er keypt?

Seljendur heyrnartækja verða að hafa rekstrarleyfi frá Velferðarráðuneyti. Í dag eru fyrirtækin fjögur; Heyrn, Heyrnartækni, Heyrnarstöðin og Scandinavian Hearing. 

Hversu hár er styrkurinn sem að SÍ veita til kaupa á heyrnartækjum?

Styrkurinn er 50.000 kr. á heyrnartæki.

Hversu oft á ég rétt á styrk til kaupa á heyrnartækjum?

Styrkur er veittur á fjögurra ára fresti.

Get ég fengið uppbót á lífeyri til kaupa á heyrnartækjum?

Tryggingarstofnun er heimilt er að greiða uppbót á lífeyri til lífeyrisþega eftir ákveðnum reglum, sjá nánari upplýsingar á vef þeirra;

( Tryggingastofnun - Örorkulífeyrir )


Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica