Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) og Þraut ehf. hafa gert með sér nýjan samning um þverfaglega greiningu og endurhæfingu fyrir einstaklinga með vefjagigt og tengda sjúkdóma og hefur hann verið staðfestur af heilbrigðisráðherra. Samningurinn er til eins árs og er gerður á grundvelli fjárveitinga til verkefnisins á fjárlögum. Samningurinn byggir í grunninn á fyrri samningi milli SÍ og Þrautar, en Þraut hefur frá árinu 2011 veitt einstaklingum með vefjagigt þverfaglega heilbrigðisþjónustu á grundvelli samninga við SÍ.
Lesa meira