Hlutverk

Megin verkefni Sjúkratrygginga Íslands er að:

  • annast framkvæmd sjúkratrygginga
  • semja um heilbrigðisþjónustu
  • annast kaup á vöru og þjónustu sem stofnuninni ber að veita
  • greiða fyrir heilbrigðisþjónustu sem veitt er samkvæmt lögum og samningum
  • hafa eftirlit með gæðum og árangri starfsemi þeirra sem veita heilbrigðisþjónustu samkvæmt samningum
  • sinna öðrum verkefnum sem stofnuninni eru falin samkvæmt lögum, stjórnvaldsfyrirmælum eða ákvörðun ráðherra.

Framtíðarsýn

Sjúkratryggingar Íslands  eru framsækin stofnun sem nýtur trausts og virðingar í samfélaginu.

Markviss þróun og fagleg vinnubrögð skapa orðspor sem endurspeglar nútímalega og áreiðanlega stofnun. Stofnunin er þekkt í samfélaginu fyrir gagnsæi, jafnræði og árangur.

SÍ veita þjónustu sem er aðgengileg og lipur.

Lögð er áhersla á rafræna og skilvirka þjónustu sem auðveldar viðskiptavinum samskipti og tryggir jafnræði og gagnsæi.

Þjónustan er einstaklingsmiðuð og byggir á vel skilgreindum réttindum. Upplýsingagjöf er skýr og miðuð að öllum hópum viðskiptavina.

SÍ eru góður vinnustaður með hæft og ánægt starfsfólk.

Starfsfólk sýnir metnað og er ánægt í starfi.  Starfsfólk tekur virkan þátt í því að bæta vinnustaðinn og þjónustuna. Fræðsla og þjálfun skilar sér í síaukinni hæfni starfsmanna.

Aðbúnaður starfsfólks er til fyrirmyndar og eftirsótt að starfa fyrir stofnunina.

SÍ vinna að gæðum og hagkvæmni í heilbrigðisþjónustu í góðu samstarfi við veitendur þjónustunnar.

Samningar við veitendur heilbrigðisþjónustu tryggja góða og vel skilgreinda þjónustu.

Hagkvæmni og traust kostnaðargreining eru lykilþættir um leið og jafnræðis er gætt. Eftirlit með framkvæmd þjónustunnar er árangursríkt.

SÍ eru ábyrg og vel rekin stofnun

Agaður rekstur tryggir skilvirka starfsemi.

Unnið er með hagsmunaaðilum að forgangsröðun verkefna og ríkir gagnkvæmt traust á milli þeirra.

Verkaskipting er skýr og tekur skipulag stofnunarinnar mið af ríkjandi áherslum.

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica