Vegna umsamins ferlis um meðhöndlun breytinga á gengi

20.3.2020

  • Kross_litill

Í flestum samningum Sjúkratrygginga Íslands er að finna umsamið ferli um meðhöndlun breytinga á gengi. SÍ telja óheppilegt að víkja frá samningsbundnum ákvæðum um breytingar á gengisviðmiðum umfram þær breytingar sem samningar kveða skýrt á um og munu því ekki leiðrétta gengi ýmissa samninga, svo sem á sviði stoð- og hjálpartækja. Hér er um mjög óvenjulega tíma að ræða; ríkisstjórnin og Seðlabankinn hafa unnið að því að útfæra aðgerðir til að koma til móts við fyrirtæki sem verða fyrir hnjaski vegna þeirrar stöðu sem upp er komin. 

SÍ líta svo á að ekki sé rétt að bregðast jafnóðum við sveiflum í gengi (umfram það sem gert er ráð fyrir í samningum) enda er með öllu óljóst hvernig gengi þróast á næstu vikum og mánuðum.

Að faraldrinum yfirstöðnum verði hins vegar farið yfir stöðuna og gripið til þeirra aðgerða sem stjórnvöld hafa ákveðið til að bæta fyrirtækjum þau skakkaföll sem þau kunna að verða fyrir vegna faraldursins.

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica