Upplýsingar um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu (BREXIT)

5.11.2019

Aðild­ar­ríki Evr­ópu­sam­bands­ins samþykktu 28. október sl. að fresta út­göngu Bret­lands úr sam­band­inu um þrjá mánuði, til 31. janú­ar 2020*. Áður stóð til að Bret­ar myndu yf­ir­gefa ESB 31. októ­ber.

Bretland gæti þó gengið út fyrir 31. janúar 2020 ef breska þingið samþykk­ir út­göngu­samn­ing.

Ef enginn útgöngusamningur verður gerður fyrir 31. janúar 2020 þá verður að hafa eftirfarandi í huga:

Breskir ríkisborgarar búsettir á Íslandi:
Þeir einstaklingar sem eru búsettir hér og sjúkratryggðir á Íslandi halda réttindum sínum hér á landi þrátt fyrir útgöngu Breta. Sjúkratrygging er búsetutengd en önnur réttindi byggjast þó á ríkisborgararétti. Ríkisborgarar frá löndum utan EES landa falla ekki undir reglugerð EB nr. 883/2004 sbr. reglugerð nr. 442/2012. Þetta hefur þau áhrif að breskir ríkisborgarar sem eru sjúkratryggðir á Íslandi fá ekki útgefið ES kort né önnur réttindi sem falla undir reglugerðina. Í staðin fá þeir útgefna tryggingaryfirlýsingu þegar þeir ferðast bæði innan og utan EES.

Einstaklingar sem ætla að ferðast til Bretlands:
Ekki verður hægt að framvísa ES korti vegna nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu í Bretlandi frá og með 31. janúar 2020. Gilda þá sömu reglur og um nauðsynlega heilbrigðisþjónustu utan EES. Leggja þarf út fyrir lækniskostnaði og sækja síðan um endurgreiðslu til Sjúkratrygginga Íslands.
https://www.sjukra.is/heilbrigdisthjonusta/rettindi-milli-landa/ferdamenn/ferdamenn-utan-ees/

Námsmenn sjúkratryggðir á Íslandi, við nám í Bretlandi:
Sömu reglur gilda um námsmenn í Bretlandi og í öðrum löndum utan EES. Þeir eiga rétt á að halda lögheimili sínu á Íslandi meðan á námi stendur og halda þ.a.l. sjúkratryggingu sinni í allt að 6 mánuði eftir að námi lýkur. Ekki verður hægt að framvísa ES korti vegna nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu í Bretlandi frá og með 31. janúar 2020. Gilda þá sömu reglur og um nauðsynlega heilbrigðisþjónustu utan EES. Leggja þarf út fyrir lækniskostnaði og sækja síðan um endurgreiðslu til Sjúkratrygginga Íslands. https://www.sjukra.is/heilbrigdisthjonusta/rettindi-milli-landa/flutningur-milli-landa/namsmenn-erlendis/nam-utan-ees-landa/

Fyrir frekari upplýsingar hafið samband við Alþjóðadeild Sjúkratrygginga Íslands á netfangið: [email protected]

*Mögulega verður útgöngu frestað aftur. 

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica