Tveir einkaaðilar hafa áhuga á að taka við rekstri Öldrunarheimila Akureyrar

5.3.2021

  • SÍ lógó

Búist er við að niðurstaða liggi fyrir fljótlega um hver taki við rekstri Öldrunarheimila Akureyrar en Sjúkratryggingar Íslands auglýstu nýlega eftir rekstraraðilum fyrir þessa þjónustu. Samningaviðræður standa nú yfir við tvö fyrirtæki sem áhuga hafa á að taka við rekstrinum og gera Sjúkratryggingar ráð fyrir að samið verði við annan hvorn aðilann innan skamms.

Vigdísarholt hefur tekið við rekstri Skjólgarðs á Höfn

Vigdísarholt ehf. hefur nú tekið við rekstri hjúkrunarheimilisins Skjólgarðs, á Höfn í Hornafirði samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar Íslands.

Enginn lýsti áhuga á að taka við rekstri hjúkrunarheimila í Fjarðabyggð og Vestmannaeyjum

Rekstur hjúkrunarheimila í bæði Fjarðabyggð og Vestmannaeyjum var auglýstur í kjölfar þess að viðkomandi sveitarfélög sögðu sig frá honum. Ekki bárust viðbrögð við auglýsingunni og munu heilbrigðisstofnanir á viðkomandi svæðum því taka við rekstri þessara hjúkrunarheimila.

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica