Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) auglýsa eftir farþegaflutningsaðila til viðræðna um samning um farþegaflutninga vegna sóttvarna.

1.11.2021

  • SÍ lógó

Um er að ræða farþegaflutninga, þar sem viðkomandi eru Covid smitaðir eða grunur leikur á að séu smitaðir af Covid. Þeir sem fluttir eru hafa getu til að sitja uppréttir í bíl og þurfa ekki á aðstoð heilbrigðisstarfsmanns að halda meðan á flutningi stendur.

Eftirfarandi kröfur eru gerðar:

•Að flutningsaðili hafi fullgild leyfi til fólksflutninga

•Að flutningsaðili tryggi viðeigandi smitvarnir gagnvart þeim sem fluttir eru 

•Að flutningsaðili hafi aðstöðu til sótthreinsunar farartækis 

•Farartækið þarf að vera hentugt til Covid flutninga en 7 manna bílar með rennihurð hafa reynst vel í slíkum flutningum með sitjandi farþega

•Þjónustan skal miða að því að hægt sé að bregðast við breytingum á eftirspurn

•Þjónustan skal vera aðgengileg að lágmarki á þeim tíma sem Covid-göngudeild Landspítala er opin

Gildistími samnings er 6 mánuðir frá og með1. janúar 2022 með möguleika á framlengingu.

Áhugasamir aðilar eru beðnir um að senda tölvupóst á netfangið [email protected] þar sem fram kemur stutt kynning á fyrirtækinu, lýsing á gæðastefnu og hvernig ofangreindir þættir verða uppfylltir. Fyrirspurnir vegna auglýsingarinnar má jafnframt senda á sama netfang.

Frestur til að lýsa yfir áhuga til viðræðna er til og með 15. nóvember nk.

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica