Sjúkrahótelsþjónusta á höfuðborgarsvæðinu tryggð áfram tímabundið

29.4.2016

Heilsumiðstöðin hefur að beiðni Sjúkratrygginga Íslands samþykkt að fresta uppsögn á samningi um rekstur sjúkrahótels í Ármúla í einn mánuð. Uppsögnin tekur gildi 31. maí í stað 30. apríl og verður því tekið á móti gestum á sjúkrahótelinu í Ármúla út maí. Á næstu vikum verður unnið að framtíðarlausn úrræðisins.
Með þessu samkomulagi er verið að koma í veg fyrir yfirvofandi þjónusturof fyrir þá einstaklinga sem þurfa heilsu sinnar vegna að dvelja fjarri heimili sínu vegna rannsókna og/eða meðferðar á höfuðborgarsvæðinu.

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica