Samningur um lýtalækningar á meðfæddum göllum á höfði og andliti

14.1.2015

  • Undirritun samnings

Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) og Sahlgrenska International Care AB hafa undirritað samning um lýtalækningar á meðfæddum göllum á höfði og andliti (e. craniofacial surgery) á Sahlgrenska Háskólasjúkrahúsinu í Gautaborg í Svíþjóð. 

Megin markmið samningsins er að tryggja sjúkratryggðum einstaklingum sem þurfa á lýtalækningum að halda vegna meðfæddra galla á höfði og andliti viðeigandi meðferð en hingað til hefur enginn samningur verið í gildi um þessa þjónustu. Lýtalækningadeild Sahlgrenska sjúkrahússins er með þeim fremstu í heiminum á þessu sviði og þar hafa m.a. verið fundnar upp einfaldar og snjallar aðferðir á þessu sviði.

Þegar er í gildi samningur um líffæragjafir og líffæraígræðslur milli SÍ og Sahlgrenska sem undirritaður var árið 2009. Góð reynsla er af því samstarfi og áhugi til að þróa frekara samstarf var til staðar sem nýr samningur hefur nú í för með sér.

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica