Samningar um þjónustu hjúkrunarheimila

23.1.2020

Rammasamningur um þjónustu hjúkrunarheimila milli Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) annars vegar og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) og Samtaka íslenskra sveitarfélaga hins vegar rann út í lok árs 2018. SFV og Samtök íslenskra sveitarfélaga hafa skipað samninganefnd sem farið hefur fyrir hjúkrunarheimilum landsins í samningum við SÍ. Nokkrir þeirra aðila eru jafnframt forstöðumenn stærri heimila á landinu. Strax í upphafi viðræðna lögðu SÍ til að samningurinn yrði framlengdur óbreyttur í tvö ár en því var hafnað af samninganefndinni. Af þeim sökum var sett reglugerð og gjaldskrá fyrir árið 2019 sem byggði á fyrrnefndum rammasamningi. Samningaviðræður um nýjan samning stóðu yfir með hléum á árinu 2019. Að ósk ofangreindrar samninganefndar voru viðræður teknar upp af krafti í nóvember 2019 og samningur undirritaður í lok desember.

Iðulega kemur upp sú umræða um að fjárveitingar Alþingis til heilbrigðisþjónustu almennt og til einstakra flokka hennar séu ekki nægilegar, m.a. vegna þess að þarfir fyrir þjónustu fari sívaxandi. Gildir það bæði um opinberar stofnanir og aðra aðila
sem veita heilbrigðisþjónustu samkvæmt samningum við SÍ. Mikilvægur hluti samningaviðræðna SÍ við viðsemjendur sína er því að finna leiðir til að veita sem mesta og besta þjónustu fyrir það fjármagn sem Alþingi hefur ákveðið að veita til hennar. Í þeim tilgangi lögðu SÍ meðal annars til að nýr samningur við hjúkrunarheimili fæli í sér að á samningstímanum myndu aðilar vinna sameiginlega að því að greina með hvaða hætti mætti styrkja rekstrargrunn hjúkrunarheimila. Einnig höfðu SÍ frumkvæði að því að samið var um að greina kostnað við hjálpartæki sem íbúar heimilanna þurfa á að halda og leitað leiða til að fjármagna þann kostnað sérstaklega með það fyrir augum að styrkja rekstrargrunn heimilanna. Það var ákvörðun ofangreindrar samninganefndar hjúkrunarheimilanna að hafna tillögu SÍ um framlengingu eldri rammasamnings. Samninganefndin, þar á meðal SFV, var full upplýst um efni nýju samninganna og kröfur um veitingu þjónustu samkvæmt
þeim.

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica