Samantekt um rannsóknir

12.2.2016

Sjúkratryggingar Íslands eru með samninga við nokkrar rannsóknastofur, m.a. um blóðmeina- og efnameinafræðirannsóknir og vefjarannsóknir. Stærstu rannsóknastofurnar eru á Landspítala, í Mjódd, í Glæsibæ og Suðurlandsbraut 4a (Vefjarannsóknastofan). Rannsóknir hjá þessum fjórum aðilum ná til um 92% af öllum rannsóknum sem SÍ greiða fyrir. Einnig eru nokkrar minni rannsóknastofur og heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni.

Þróun rannsókna 2009-2014 má sjá á meðfylgjandi myndum. Hlutur SÍ hefur verið 88-90% undanfarin ár og hlutur sjúklings 10-12%. 

Algengustu gjaldliði rannsókna ársins 2014 má sjá í töflu:Vægi beiðenda eftir sérgreinum má sjá í töflu hér fyrir neðan.
Hjartalæknar biðja um flestar rannsóknir og heimilislæknar koma þar á eftir. Er þar í langflestum tilfellum um að ræða sjálfstætt starfandi heimilslækna og lækna á Salastöðinni og heilsugæslunni í Lágmúla, sem einnig eru á samningi við SÍ. Sérgreinalæknar á samningi við SÍ eru beiðendur um 80% rannsókna. Alls eru beiðendur rannsókna 973 talsins.


Komufjölda, einingafjölda og kostnað eftir stöðu sjúklings má sjá í töflu. Í henni er búið að draga frá afslætti rannsóknastofa.


*Ýmist getur verið um komu sjúklings í rannsókn að ræða eða að sýni sé sent (eitt eða fleiri).

Sjúkratryggðir greiða fast gjald fyrir komu/sýni til rannsóknar. Sjá nánar kafla VI. og VII. í reglugerð um hlutdeild sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu, nú nr. 1144/2015:  http://www.sjukra.is/media/skjol/log_og_reglugerdir/Reglugerd-B_nr_1144_2015---gr--sj-tryggdra.pdf


Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica