Samantekt um algengustu læknisverk sérgreinalækna

4.3.2016

Í eftirfarandi samantekt er gerð grein fyrir algengustu læknisverkum sérgreinalækna sem heyra undir rammasamning við Sjúkratryggingar Íslands árið 2015.

Taflan hér á eftir sýnir algengustu læknisverkin:

Á töflunni sést að það læknisverk sem oftast er framkvæmt er viðtal og skoðun augnlæknis. Þrjátíu algengustu læknisverkin eru samtals 62,7% allra læknisverka. Heildarfjöldi gjaldliða er 930 þannig að tiltölulega fá læknisverk eru langalgengust.

Læknisverk eru verðmetin eftir umfangi. Önnur leið til að skoða hvaða læknisverk vega þyngst er að skoða heildarkostnað fremur en fjölda skipta. Taflan hér á eftir sýnir þau læknisverk þar sem heildarkostnaðurinn er mestur:

Hér sést að geðlækning, 1 klst., er það læknisverk sem vegur þyngst þegar heildarkostnaður er skoðaður en viðtal og skoðun hjá augnlækni fellur í annað sætið. 57,8% heildarkostnaðarins er vegna aðeins 30 gjaldliða af 930.

Að lokum er hér á eftir tafla yfir dýrustu læknisverkin, þ.e. þar sem verð fyrir eina aðgerð er hæst. Heildarkostnaður í þessum gjaldliðum er sýndur í aftasta dálkinum:

Á töflunni sést að flest umfangsmestu læknisverkin tilheyra bæklunarlækningum ýmiss konar. Í mörgum tilfellum er um að ræða aðgerðir sem 2-3 læknar framkvæma sameiginlega.


Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica