Samantekt á aldurs- og kynjadreifingu sjúklinga sérfræðilækna

15.1.2016

Hér á eftir sést aldurs- og kynjadreifing sjúklinga sjálfstætt starfandi lækna með samning við Sjúkratryggingar Íslands. Annars vegar er um að ræða rammasamning við sérgreinalækna en hins vegar nokkra smærri samninga vegna röntgenþjónustu, rannsókna, sjálfstætt starfandi heimilislækna og laseraðgerða.

Í A-hluta samantektarinnar er aldurs- og kynjadreifing sjúklinga hjá sérgreinalæknum sem starfa skv. rammasamningnum sýnd en í B-hluta er aldurs- og kynjadreifing vegna annarra samninga sýnd. Samningarnir heyra undir bókhaldsliðinn lækniskostnaður (08-206) hjá Sjúkratryggingum Íslands og eru upplýsingarnar fengnar úr bókhaldskerfi stofnunarinnar og sýna aldurs- og kynjadreifingu miðað við árið 2014. Í heildina fengu 179.972 einstaklingar þjónustu sem heyrir undir þennan bókhaldslið, 80.967 karlar og 99.006 konur. Aldurs- og kynjadreifing allra þessara einstaklinga sést á næstu mynd:

A.   Aldurs- og kynjadreifing sjúklinga skv. rammasamningi SÍ við sérgreinalækna

Hér fara á eftir gröf með aldurs- og kynjadreifingu þeirra sjúklinga sem sérgreinalæknar meðhöndla skv. rammasamningi við sjúkratryggingar:

B:    Aldurs- og kynjadreifing sjúklinga sérfræðilækna sem heyra undir aðra samninga en rammasamning við sérgreinalækna

Hér á eftir fara gröf sem sýna aldurs- og kynjadreifingu sjúklinga sem heyra undir bókhaldslið 08-206 en heyra undir aðra samninga en rammasamning við sérgreinalækna:


Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica