Rekstraraðili hjúkrunarheimila

1.2.2021

  • SÍ lógó

Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) auglýsa hér með eftir viðræðum við aðila, fyrirtæki, félög eða stofnanir í þeim tilgangi að taka við rekstri hjúkrunarheimila sem hér segir:

Hraunbúðir dvalarheimili aldraðra í Vestmannaeyjum frá og með 1. apríl 2021: Um er að ræða hjúkrunarheimili með 31 hjúkrunarrými, 4 dvalarrýmum ásamt 10 dagdvalarrýmum. Hjúkrunarþyngdarstuðull heimilisins fyrir árið 2021 er 1,10.

Hulduhlíð heimili aldraðra á Eskifirði, frá og með 1. apríl 2021: Um er að ræða hjúkrunarheimili með 20 hjúkrunarrýmum. Hjúkrunarþyngdarstuðull heimilisins fyrir árið 2021 er 1,00.

Uppsalir dvalarheimili aldraðra á Fáskrúðsfirði, frá og með 1. apríl 2021: Um er að ræða hjúkrunarheimili með 20 hjúkrunarrýmum. Hjúkrunarþyngdarstuðull heimilisins fyrir árið 2021 er 0,97.

Öldrunarheimili Akureyrar (Hlíð og Lögmannshlíð) frá og með 1. maí 2021: Um er að ræða hjúkrunarheimili með 173 hjúkrunarrýmum, þar af 3 sérhæfðum rýmum, 8 dvalarrýmum, 20 almennum dagdvalarrýmum og 16 dagdvalarrýmum fyrir heilabilaða. Fjárveiting vegna 10 hjúkrunarrýma er nýtt í tilraunaverkefni um sveigjanlega dagdvöl (10 af 173). Hjúkrunarþyngdarstuðull heimilisins fyrir árið 2021 er 1,21.

Æskilegt er að rekstraraðilar séu reknir á grundvelli fyrirkomulags um sjálfseignarstofnanir eða þar sem hagnaður er endurfjárfestur í þágu starfseminnar.

Greiðslur til nýs/nýrra rekstraraðila munu byggja á núgildandi samningum um þjónustuna.

Nánari upplýsingar veitir samningadeild SÍ í gegnum netfangið [email protected] .

Áhugasamir rekstraraðilar eru vinsamlega beðnir að tilkynna sig með tölvupósti á [email protected] fyrir 15. febrúar 2021.

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica