Ráðist í greiningu á rekstrarkostnaði hjúkrunarheimila

18.8.2020

Heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp til að greina raungögn um rekstur og rekstrarkostnað hjúkrunarheimila. Skipun hópsins er í samræmi við samkomulagi milli Sjúkratrygginga Íslands, Samband íslenskra sveitarfélaga og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu frá í desember 2019.

Formaður hópsins er Gylfi Magnússon en þar sitja einnig fulltrúar frá Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Sjúkratrygginga Íslands og heilbrigðisráðuneytisins. Verkefnastjórnin skal skila niðurstöðum sínum eigi síðar en 1. nóvember 2020. ​

Sjá nánar á stjornarradid.is

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica