Nýtt greiðsluþátttökukerfi 1. maí 2017

28.2.2017

Með lögum nr. 77/2016 var kveðið á um nýtt greiðsluþátttökukerfi vegna heilbrigðisþjónustu.  Lögin áttu upphaflega að taka gildi 1. febrúar 2017 en með lögum nr. 8/2017 var gildistöku frestað til 1. maí.

Með gildistöku nýs greiðsluþátttökukerfis er stefnt að því að verja þá notendur heilbrigðisþjónustunnar sem þurfa á mikilli þjónustu að halda.  Það verður gert með því að ákvarða hámarksgjald sem sjúkratryggðir einstaklingar greiða, m.a. vegna læknisþjónustu og þjálfunar. 

Nánar verður kveðið á um nýtt greiðsluþátttökukerfi í reglugerð sem heilbrigðisráðherra setur en sú reglugerð hefur enn sem komið er ekki verið gefin út.  Nánari upplýsingar verða birtar á vefsíðu Sjúkratrygginga Íslands þegar reglugerðin liggur fyrir.

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica