Ný lög um opinber innkaup
Í samráði við Ríkiskaup hafa Sjúkratryggingar Íslands útbúið forauglýsingar (Prior Information Notice) sem hafa verið birtar á heimasíðu TED. Um er að ræða samninga um endurhæfingu, talmeinaþjónustu, áfengis- og vímuefnameðferð, líknarmeðferð í heimahúsum og hjúkrunarmeðferð fyrir börn í heimahúsum.
Heildarverðmæti samninganna á samningstímanum er áætlað um 5,4 milljarðar kr.
Hér má finna þessar forauglýsingar:
-
Þjálfun einstaklinga með fjölþættar skerðingar og ráðgjöf til þeirra
-
Sjúkra- og iðjuþjálfun barna og ungmenna með hreyfifrávik og/eða fatlanir
Í október 2016 tóku gildi ný lög um opinber innkaup, nr. 120/2016. Markmið með lögunum er að tryggja jafnræði fyrirtækja og stuðla að hagkvæmni í opinberum rekstri.
Í VIII. kafla laganna koma fram sérreglur um heilbrigðisþjónustu og skulu opinberir samningar um þjónustuna gerðir í samræmi við hann ef verðmæti samnings fer yfir viðmiðunarfjárhæð, nú 115.620.000 kr.
Helstu nýmæli eru að kaupandi skal láta vita um fyrirætlun sína með sérstakri forauglýsingu eða sérstakri útboðstilkynningu á vef útgáfuskrifstofu Evrópusambandsins, TED (Tenders Electronic Daily - http://ted.europa.eu).
Með forauglýsingu er upplýst um fyrirhuguð þjónustukaup og þannig gefst áhugasömum aðilum færi á að láta áhuga sinn í ljós. Byrji ferli með forauglýsingu getur það endað með samningaviðræðum eða samningi á grundvelli útboðs.
Útboðstilkynning á við ef ákveðið hefur verið að fara í útboð á þjónustu.
Í eldri lögum um opinber innkaup var heilbrigðisþjónusta ekki útboðsskyld.