Lyfjagreiðslukerfið einfaldað með aukinni sjálfvirkni

16.10.2013

  • Frettabref_lyfjadeildar
Þann 1. desember næstkomandi verður sjálfvirkni í nýja lyfjagreiðsluþátttökukerfinu aukin til einföldunar jafnt fyrir lyfjanotendur og lækna.

Breytingin er á þá leið að þegar einstaklingar hafa greitt hámarkskostnað fyrir lyf innan 12 mánaða tímabils (69.415 kr. almennt og 46.277 kr. fyrir 67 ára og eldri, örorkulífeyrisþega, börn og ungmenni yngri en 22 ára) þarf ekki lengur umsókn frá lækni til að öðlast fulla greiðsluþátttöku hjá Sjúkratryggingum Íslands heldur myndast rétturinn sjálfkrafa.

Lyfjagreiðslukerfið sem tók gildi 4. maí síðastliðinn byggist á þrepaskiptri greiðsluþátttöku þar sem hver einstaklingur greiðir hlutfallslega minna eftir því sem lyfjakostnaður hans eykst innan tólf mánaða tímabils. Í fyrsta þrepi greiðir einstaklingurinn lyf að fullu, í öðru þrepi greiðir hann 15% af verði lyfja og í þriðja þrepi greiðir hann 7,5%. SÍ greiða lyf að fullu innan 12 mánaða tímabilsins eftir að ofangreindu hámarki er náð. 

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica