Meðferðir erlendis

11.8.2020

  • SÍ lógó

Að höfðu samráði við landlækni og sóttvarnarlækni hafa Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) ákveðið að fresta samþykkt umsókna um heilbrigðisþjónustu erlendis sem ekki telst lífsbjargandi. Er þessi ráðstöfun vegna mikillar óvissu í heiminum vegna Covid-19. Því mun stofnunin ekki gefa út greiðsluábyrgðir vegna slíkrar þjónustu eða meðferða fyrr en sóttvarnaryfirvöld telja óhætt. Hér er bæði öryggi sjúklings haft í huga sem og öryggi heilbrigðiskerfis landsins. Ákvörðunin verður endurskoðuð í lok ágúst. 

Þeir einstaklingar sem þegar hafa fengið samþykkta greiðsluþátttöku í kostnaði vegna meðferðar erlendis falla einnig hér undir og verða ekki gefnar út greiðsluábyrgðir til flugfélaga vegna þeirra.

Rétt er að taka fram að áfram verður tekið við umsóknum um greiðsluþátttöku vegna heilbrigðisþjónustu eða meðferða erlendis en afgreiðslu þeirra verður frestað uns sóttvarnaryfirvöld telja óhætt að senda sjúklinga erlendis.

Ef, þrátt fyrir framangreinda ákvörðun, sótt er þjónusta erlendis (sem krefst fyrirfram samþykkis SÍ), mun allur kostnaður falla á viðkomandi, þ.e. ekki verður um greiðsluþátttöku að ræða af hálfu SÍ. Einnig er vert að benda á að SÍ er ekki heimilt að taka þátt í kostnaði vegna mögulegrar sóttkvíar, hvorki erlendis né hér á landi.

Minnt er á að þessi ákvörðun gildir EKKI ef um lífsbjargandi meðferð er að ræða.

Sjúkratryggingar Íslands harma þau óþægindi sem þessi staða kann að valda og ítreka að þessi ákvörðun er tekin með öryggi bæði einstakra sjúklinga og íslensks samfélags í huga.  

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica