Kynning - þrjár nýjar heilsugæslustöðvar

5.4.2016

Útboð er fyrirhugað á rekstri þriggja nýrra heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu á grundvelli breyttrar fjármögnunar.

 Velferðarráðuneytið hefur því gert eftirfarandi tímaáætlun í samræmi við þá ákvörðun heilbrigðisráðherra að nýjar stöðvar opni næsta haust eða fyrri hluta næsta vetrar:

 8. apríl                  Kynning.

17. apríl                 Auglýst eftir rekstraraðilum.

 3. maí                   Kynningarfundur fyrir þá sem hafa fengið útboðsgögn.

29. maí                  Frestur til að skila inn tilboðum og tilboð opnuð.

20. júní                 Yfirferð tilboða lokið og niðurstöður kynntar.

 1. desember         Nýjar heilsugæslustöðvar hafa opnað.

Sjúkratryggingar Íslands bjóða öllum sem áhuga hafa á fyrirhuguðum endurbótum í heilsugæslunni til kynningarfundar kl 17:00 föstudaginn 8. apríl nk. Á fundinum verður farið yfir stöðu verkefnisins og framkvæmd útboðsins á næstu vikum.  Fundurinn verður haldinn í SFR – salnum að Grettisgötu 89.

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica