Heilsumiðstöðin orðin aðili að rammasamningi SÍ um gistingu og hótelþjónustu á höfuðborgarsvæðinu.

27.5.2016

Umsókn Heilsumiðstöðvarinnar um aðild að rammasamningi SÍ um gistingu og hótelþjónustu á höfuðborgarsvæðinu hefur verið samþykkt.  Gististaðurinn er Hótel Ísland, Ármúla 9, Reykjavík, en um sama rekstaraðila og sama gististað er að ræða og fyrri samningur um sjúkrahótel.

Ljóst er að með aðild Heilsumiðstöðvarinnar að rammasamningnum verður þjónusta tryggð vegna þeirra sem þurfa að leita um langan veg og dvelja fjarri heimili sínu vegna rannsókna og/eða læknismeðferðar. 

Sjá má nánar um Hótel Ísland: http://sjukrahotel.is/ og http://www.hotelisland.is/

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica