Greiðslur vegna sjúkraþjálfunar

23.1.2020

Þann 13. janúar sl. hættu flestir sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar að starfa samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ). Til að tryggja sjúklingum greiðsluþátttöku SÍ var sett reglugerð um endurgreiðslu kostnaðar vegna sjúkraþjálfunar. Endurgreiðsla kostnaðar miðast við gjaldskrá SÍ.

SÍ er kunnugt um að margir sjúkraþjálfarar krefja nú sína skjólstæðinga um aukagjöld, umfram gjaldskrá SÍ. Ekki er tekið tillit til þessara aukagjalda í greiðsluþátttökukerfinu og þau eru ekki endurgreidd af SÍ.

Þeim sem þurfa að leita til sjúkraþjálfara er bent á að kynna sér hvort sjúkraþjálfari þeirra taki aukagjöld og þá hversu há þau eru fyrir hvert skipti.

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica