Fréttatilkynning frá stjórn Sjúkratrygginga Íslands

19.6.2020

Stjórn Sjúkratrygginga Íslands hefur sett stofnuninni langtímastefnu samkvæmt lögum og er það í fyrsta sinn sem það er gert í sögu stofnunarinnar. Stjórn fól forstjóra að vinna drög að stefnu sem byggir á afurðum þriggja vinnustofa allra starfsmanna SÍ síðastliðið haust, á stefnudrögum stjórnar og Heilbrigðisstefnu til ársins 2030. Þau drög voru samþykkt á fundi stjórnar í lok maí. 

Stefnan felur í sér skilgreiningu á hlutverki og framtíðarsýn SÍ ásamt aðgerðum sem nauðsynlegt er að ráðast í á næstu árum til að sú framtíðarsýn verði að veruleika. Auk þess eru settir fram lykilmælikvarðar með hverri aðgerð sem mun auðvelda eftirfylgni með árangri aðgerða. Í stefnunni er fyrst og fremst lögð áhersla á þjónustu við notendur heilbrigðisþjónustu, mannauðsmál og þróun upplýsingatækni.

Stefna SÍ

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica