Endurgreiðslur til sjúklinga vegna sjúkraþjálfunar sem veitt var 12. og 13. nóvember sl.

10.1.2020

Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) hafa nú endurgreitt flestum þeim einstaklingum sem greiddu fullt gjald fyrir sjúkraþjálfun dagana 12. og 13. nóvember sl. Endurgreitt var á grundvelli rafrænna gagna úr skráningarkerfi sjúkraþjálfara. Endurgreiðsla miðast við ákvæði rammasamnings SÍ og sjúkraþjálfara.  

Því miður hafa nauðsynlegar upplýsingar úr skráningarkerfi sjúkraþjálfara ekki borist SÍ í öllum tilvikum og í þeim tilvikum hefur ekki verið unnt að endurgreiða sjúklingum. Þeim einstaklingum sem enn hafa ekki fengið endurgreitt frá SÍ en telja sig eiga rétt á endurgreiðslu er bent á að hafa samband við sinn sjúkraþjálfara og óska eftir að greiðsla vegna meðferða þessa daga verði leiðrétt og sjúkraþjálfari endurgreiði það sem ofgreitt var.

Þá skal bent á að samkvæmt gerðardómi dags. 20.12. sl. var sjúkraþjálfurum skylt að starfa samkvæmt samningi við SÍ til 12.janúar 2020. Því var óheimilt að innheimta aukagjöld dagana 12ta og 13da nóvember. Þess er vænst að þeir sjúkraþjálfarar sem innheimtu aukagjöld af sjúklingum þessa daga hafi frumkvæði að því að endurgreiða viðkomandi sjúklingum.

Endurgreiðsla vegna sjúkraþjálfunar þessa daga fór fram í gegnum greiðsluþátttökukerfið. Hægt er að fá nánari upplýsingar um greiðslurnar með því að fara inn á vefsíðu SÍ, sjukra.is, og í Réttindagátt – Mínar síður.

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica