Breyting á ákvörðun varðandi S-merkingar lyfja taka gildi 1. janúar 2019

19.12.2018

Frá og með 1.janúar 2019 mun lyfjagreiðslunefnd taka ákvarðanir um S-merkingu lyfja í stað Lyfjastofnunar og mun merkingin vera skilgreind með nýjum hætti í reglugerð nr. 353/2013 um lyfjagreiðslunefnd.  Verðlagning S-merktra lyfja verður óbreytt og einstaklingar greiða ekkert gjald fyrir S-merkt lyf.

Lyfjastofnun mun taka upp nýja merkingu fyrir lyf sem notuð eru á sjúkrahúsum eða öðrum heilbrigðisstofnunum og verða þau lyf H-merkt frá 1. janúar 2019.

Nánari upplýsingar má finna á vef lyfjagreiðslunefndar

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica