Afhending jafnlaunavottunarskjals

3.7.2020

  • jafnlaunavottun 2020 afhending

Í apríl sl. hlutu Sjúkratryggingar Íslands jafnlaunavottun samkvæmt ÍST 85:2012 staðlinum og Jafnréttisstofa gaf stofnuninni leyfi til að nota jafnlaunamerkið. Kórónaveirufaraldurinn varð til þess að Emil B. Karlsson, úttektaraðili hjá Vottun hf. gat ekki afhent vottorð um jafnlaunavottun formlega fyrr en í gær, 1. júlí. Að baki þessari vottun liggur mikil vinna stýrihóps SÍ um jafnlaunavottun sem margir hafa komið að. Anna Beta Gísladóttir og Gyða Björg Sigurðardóttir hjá Ráður veittu stýrihópnum ráðgjöf og stuðning í þessu verkefni. 

SÍ eru mjög stoltar af því að hafa hlotið þessa viðurkenningu á því að stofnunin sé að vinna á grundvelli launajafnréttis kynjanna og að launaákvarðanir byggi á málefnalegum sjónarmiðum og feli ekki í sér kynbundna mismunun.

Jafnlaunavottun afhending

Á myndinni er María Heimisdóttir forstjóri með vottunarskjalið fyrir miðju ásamt stýrihópi SÍ um jafnlaunavottun, þ.e. frá vinstri talið eru Þröstur Óskarsson deildarstjóri, Ragnar M. Gunnarsson sviðsstjóri, Ásta Rósa Magnúsdóttir deildarstjóri og Kristín Hrund Whitehead mannauðsstjóri. Hægra megin við forstjóra eru Hanna Þormar launafulltrúi, Katrín E. Hjörleifsdóttir sviðsstjóri og Júlíana H. Aspelund sviðsstjóri.

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica