Aðgengi að þjónustu samkvæmt samningum SÍ við SÁÁ í sumar
Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) vilja árétta að aðgengi að þjónustu samkvæmt samningum SÍ við SÁÁ er með sama hætti og verið hefur síðustu sumur. Engar lokanir eru á legudeildum á Vogi eða í lyfjameðferð við ópíóíðafíkn. Hefðbundnar sumarlokanir í 6 vikur eru á eftirmeðferðarstöðinni Vík og í göngudeildum SÁÁ, þó verður ákveðinni þjónustu haldið áfram óslitinni t.d. fyrir ungmennahópa.