Fréttir

17.5.2019 : Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu 2018 – yfirlit

Breytt fjármögnun heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu tók gildi í ársbyrjun 2017 og hefur fjármögnunarkerfið því verið í notkun í rúm tvö ár. Fjármögnunarkerfið byggir á því að allir sjúkratryggðir einstaklingar með búsetu á höfuðborgarsvæðinu eru skráðir á heilsugæslustöð eða hjá sjálfstætt starfandi heimilislækni. Einstaklingum með lögheimili utan höfuðborgarsvæðis er einnig heimilt að skrá sig á heilsugæslur á höfuðborgarsvæðinu en eingöngu er heimilt að vera skráður á eina heilsugæslustöð. 

Lesa meira
sáá

5.4.2019 : Samningur um áfengis- og vímuefnameðferð á göngudeildum SÁÁ

Heilbrigðisráðherra hefur staðfest samning milli Sjúkratrygginga Íslands og SÁÁ sjúkrastofnunar um áfengis- og vímuefnameðferð fyrir sjúkratryggða einstaklinga á göngudeildum SÁÁ, bæði í Reykjavík og á Akureyri. Þjónustan er veitt af læknum, sálfræðingum og áfengis- og vímuefnaráðgjöfum sem starfa saman í þverfaglegu teymi.

Lesa meira

8.3.2019 : Uppfærsla upplýsingakerfi Sjúkratrygginga Íslands er lokið

Nú eiga öll rafræn samskipti milli SÍ og veitenda heilbrigðisþjónustu að vera eins og þau voru fyrir uppfærsluna. Einnig er búið að opna bæði réttinda- og gagnagátt.

Ef einhver vandamál koma upp sem tengjast uppfærslunni þá má senda póst á netfang ut@sjukra.is eða hringja í síma 515-0020

Merki_einlina_kross_vinnstri

8.3.2019 : Til veitenda heilbrigðisþjónustu í rafrænum samskiptum við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ)

Í dag, föstudag 8. mars, kl. 16:00 hefst vinna við að uppfæra upplýsingakerfi SÍ. Samskiptakerfi SÍ verða lokuð frá þeim tíma þar til opnað verður aftur á samskipti seinnipart laugardags eða sunnudag, allt eftir því hvernig gengur. Gáttir SÍ verða heldur ekki aðgengilegar á sama tíma.

Veitendur heilbrigðisþjónustu (að undanskildum apótekum) geta EKKI sent inn reikninga til SÍ frá kl. 16 í dag, föstudag 8. mars. Þrátt fyrir lokunina geta veitendur heilbrigðisþjónustu flett upp á stöðu einstaklinga vegna greiðsluþátttöku, en stöðuskeytin gætu þó verið úti í einhvern tíma á milli kl. 10 og 14 á laugardag.

Samskipti SÍ við apótek verða opin alla helgina en apótekin þurfa þó að vera viðbúin því að einhverjir hnökrar komi upp í samskiptum milli kl. 10 og kl. 14 á laugardag og opna þá á varaleið eins og apótekin þekkja.

Ef einhver vandamál koma upp frá kl. 16 í dag og fram á mánudag 11. mars þá má senda póst á netfang ut@sjukra.is eða hringja í síma 515-0020


 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica