Fréttir

28.9.2018 : Bréf og skilaboð í pósthólfinu þínu á Ísland.is

Nú getur þú líka nálgast bréf frá Sjúkratryggingum á Ísland.is  þar sem þú sérð einnig skjöl frá fjölda annarra stofnana.

Á mínum síðum Sjúkratrygginga   getur þú nálgast fjölbreytta þjónustu stofnunarinnar, til dæmis umsóknir, upplýsingar um heilsugæslustöð, ýmis réttindi og afgreidd lyf svo fátt eitt sé nefnt.

Lesa meira

5.9.2018 : María Heimisdóttir tekur við embætti forstjóra Sjúkratrygginga Íslands

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að skipa Maríu Heimisdóttur forstjóra Sjúkratrygginga Íslands til næstu fimm ára og tekur hún við embættinu þann 1. nóvember næstkomandi. Steingrímur Ari Arason, núverandi forstjóri, lætur af störfum 30. september næstkomandi og mun Ragnar M. Gunnarsson sviðsstjóri Fjármála- og rekstrarsviðs gegna starfi forstjóra frá starfslokum Steingríms þar til María tekur við.

Lesa meira

4.9.2018 : Breyting á þjónustu vegna hjálpartækja dagana 5.-7. september

 

Dagana 5.-7. september verður þjónusta í einingu tæknilegra hjálpartækja í lágmarki.


 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica