Fréttir

16.1.2020 : Samið til tveggja ára um rekstur og þjónustu hjúkrunarheimila

Tekist hafa samningar milli Sjúkratrygginga Íslands og rekstraraðila hjúkrunarheimila um allt land um rekstur og þjónustu hjúkrunarheimila. Samið var við hvern og einn rekstraraðila en samningarnir eru samhljóða og taka til 2.468 hjúkrunar- og dvalarrýma. Andvirði þeirra nemur um 32,5 milljörðum króna á ári á verðlagi þessa árs. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur staðfest samningana sem gilda til árloka 2021.

Lesa meira

15.1.2020 : Nýr samningur um rekstur og þjónustu hjúkrunarheimila

Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) hafa undirritað 43 samninga um rekstur og þjónustu hjúkrunarheimila á landinu til næstu tveggja ára en samningslaust var um þjónustu þeirra á árinu 2019. Gerðir voru samhljóða samningar við hvern rekstraraðila hjúkrunar- og/eða dvalarrýma en ekki rammasamningur við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu og Samtök íslenskra sveitarfélaga eins og verið hefur. Samningarnir taka alls til 2.468 hjúkrunar- og dvalarrýma og nema um 32,5 milljörðum króna á ári á verðlagi ársins 2020.

Lesa meira

15.1.2020 : Gengið frá fjölda mikilvægra samninga í desember hjá Sjúkratryggingum Íslands

Á grundvelli mikils og góð samstarfs Sjúkratrygginga Íslands og fjölmargra veitenda heilbrigðisþjónustu árið 2019 tókst að koma fjölmörgum samningnum í höfn í desember.

Lesa meira

13.1.2020 : Vegna afsagnar sjúkraþjálfara af samning við SÍ

Flestir sjúkraþjálfarar sem starfað hafa samkvæmt samningi við SÍ, fara af samningi við stofnunina frá og með 12. janúar. Samkvæmt reglugerð nr. 1248/2019 um endurgreiðslu kostnaðar vegna þjónustu sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara sem starfa án samnings við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) mun stofnunin endurgreiða fyrir sjúkraþjálfun á sambærilegan hátt og fram til þessa, þ.e. samkvæmt gjaldskrá SÍ og reglugerð nr. 1248/2019 um greiðsluþátttöku sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu. 

Lesa meira

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica