Fréttir

30.3.2021 : Sjúkratryggingar Íslands sýknaðar af kröfu Klíníkurinnar Ármúla ehf.

Landsréttur hefur kveðið upp dóm í máli Klíníkurinnar Ármúla ehf:

„Eins og mál þetta liggur fyrir þá tók stefnandi sjálfur ákvörðun um að gera læknisaðgerðir án þess að fyrir lægi hvort greiðsluskylda Sjúkratrygginga Íslands væri fyrir hendi. Tjón sitt telur hann liggja í ólögmætri greiðslusynjun stefnda vegna vangreiddra reikninga af þessu tilefni eins og fyrr er rakið. Sú synjun hafi svo aftur stuðst við ólögmæta synjun stefnda á umsóknum læknanna Magnúsar Hjaltalín og Friðriks Thors sem lýst hefur verið hér að framan.

Lesa meira

25.3.2021 : Covid 19 og staðfesting á komu til heilbrigðisveitenda

Í samningum Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og veitenda heilbrigðisþjónustu er almennt kveðið á um að notendur þjónustu skuli staðfesta hverja komu með undirskrift sinni. Sama gildir þegar þjónusta er veitt á grundvelli reglugerðar og gjaldskrár og við afhendingu lyfja, hjálpartækja og næringarefna. 

Lesa meira
SÍ lógó

24.3.2021 : Þjónustuver lokað frá og með fimmtudeginum 25. mars 2021

Vegna kórónuveiru COVID-19 mun þjónustuver Sjúkratrygginga Íslands að Vínlandsleið 16 loka tímabundið, lokunin tekur gildi frá og með fimmtudeginum 25. mars 2021.

Lesa meira

17.3.2021 : Sameiginleg yfirlýsing ASÍ, BSRB og ÖBÍ um samninga SÍ við sérfræðilækna

Hótun sérfræðilækna um að hætta að hafa milligöngu milli Sjúkratrygginga Íslands (SI) og sjúklinga er óþolandi tilraun til að beita sjúklingum sem vopni í baráttu þeirra við að ná samningi við SI. Ljóst er að slík innheimta mun bitna harkalega á sjúklingum og hafa alvarlegar afleiðingar fyrir lífeyrisþega og lágtekjuhópa.

Lesa meira

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica