Fréttir

SÍ lógó

19.11.2021 : Þjónusta aukin við aldraða í heimahúsum

Sjúkratryggingar og Reykjavíkurborg hafa samið um útvíkkun á þjónustutíma öldrunarteymisins SELMU og styrkingu heimahjúkrunar í höfuðborginni. SELMA er sérhæft, hreyfanlegt öldrunarteymi sem sett var á fót síðasta vetur til að styrkja þjónustu heimahjúkrunar þegar upp koma skyndileg veikindi eða heilsufar versnar.

Lesa meira
Gagnagátt Lógó

13.11.2021 : Breytingar í Gagnagátt

Okkur þykir miður að erfiðleikar hafa verið með nýja auðkenningu í Gagnagáttina og biðjumst við velvirðingar á því. Breytingarnar eru gerðar til að auka öryggi gagna í gáttinni og þeirra gagna sem sett eru í hana. Um er að ræða meðal annars viðkvæmar persónuupplýsingar og tryggja þarf fjölþætta auðkenningu og rekjanleika aðgerða í gáttinni. 

Lesa meira
SÍ lógó

11.11.2021 : Vegna umfjöllunar um samningamál talmeinafræðinga vilja Sjúkratryggingar Íslands koma eftirfarandi á framfæri

Biðlistar vegna þjónustu talmeinafræðinga hafa verið nokkuð til umræðu að undanförnu og hefur verið að unnið að lausn þess máls af hálfu Sjúkratrygginga. Rammasamningur um þjónustu talmeinafræðinga við ríkið rann út þann 28. febrúar sl. og síðan þá hefur hann framlengst um einn mánuð í senn, á meðan báðir aðilar samþykkja en hægt hefur gengið að fá niðurstöðu í viðræður milli aðila.

Lesa meira
SÍ lógó

11.11.2021 : Nýtt farsóttarhús opnar fyrir helgina

Í ljósi fjölgunar smita var Sjúkratryggingum Íslands (SÍ) í gær falið að útvega fleiri rými til einangrunar þeirra sem þurfa á einangrun að halda vegna covid sýkingar og hafa ekki möguleika á einangrun annars staðar. Samningar um slík úrræði liggja nú fyrir og nýtt farsóttarhús mun opna við Suðurlandsbraut fyrir helgina enda fyrirséð að farsóttarhúsin við Rauðarárstíg muni ekki lengur anna þörfinni. 

Lesa meira

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica