Fréttir

25.1.2019 : Röng réttindastaða einstaklinga

Einstaklingar hafa fengið ranga réttindastöðu í einstökum tilfellum vegna villu í tölvukerfi Sjúkratrygginga Íslands. Unnið hefur verið að lagfæringu og réttindastaða einstaklinga verið lagfærð.  Þeir einstaklingar sem hafa ofgreitt fyrir heilbrigðisþjónustu vegna þessa mun berast endurgreiðsla frá Sjúkratryggingum Íslands. Beðist er velvirðingar á hugsanlegum óþægindum sem þetta kann að hafa valdið. 

 

Hafir þú frekari fyrirspurnir er hægt að senda tölvupóst á laeknareikningar@sjukra.is 

Einstaklingar geta skoðað greiðsluþátttöku sína í Réttindagátt www.sjukra.is

8.1.2019 : Réttindastaða einstaklings – greiðslur vegna læknisþjónustu

Ekki hafa allar greiðslur einstaklinga vegna læknisþjónustu skilað sér rétt inn í Réttindagátt, það sem af er ári 2019 vegna bilunar í kerfum SÍ. 

Sjúkratryggingar Íslands vinna að lagfæringu á kerfum.

3.1.2019 : Ný reglugerð um greiðsluþátttöku sjúkratrygginga í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu.

Ný reglugerð nr. 1251/2018 um greiðsluþátttöku sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu tók gildi þann 1. janúar sl. Helstu breytingar frá fyrri reglugerð eru að greiðslumark almennings fer úr 25.100 kr. í 26.100 kr.  og greiðslumark hjá öldruðum, öryrkjum og börnum fer úr 16.700 í 17.400 kr. Lágmarksgreiðsla á mánuði er 4.350 kr. á mánuði hjá almenningi og 2.900 kr. hjá öldruðum, öryrkjum og börnum. 

Lesa meira

3.1.2019 : Ný reglugerð um þátttöku sjúkratrygginga í kostnaði við tæknifrjóvganir

Ný reglugerð, nr. 1239/2018, um þátttöku sjúkratrygginga í kostnaði sjúkratryggðra við tæknifrjóvganir sem veittar eru án samnings við Sjúkratryggingar Íslands tók gildi þann 1. janúar 2019. 

Lesa meira

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica