Hvað bætir sjúklingatrygging?

Tjón á grundvelli sjúklingatryggingar er bætt samkvæmt skaðabótalögum:

  • Varanlegt tjón: Örorka og miski.
  • Tímabundið tjón: Þjáningabætur og tímabundið atvinnutjón.
  • Útlagður kostnaður vegna atviksins.

Samkvæmt lögum um sjúklingatryggingu er tjón þó aðeins bætt ef tilteknu lágmarkstjóni er náð (kr. 116.057 fyrir tjón sem verður á árinu 2021) og auk þess er hámark á greiddum bótum (kr. 11.605.731 fyrir tjón sem verður á árinu 2021). Þessar upphæðir eru uppfærðar árlega og hækka í samræmi við vísitölu neysluverðs.

Vegna heilsutjóns sem fellur undir eldra ákvæði í lögum um almannatryggingar greiðist:

  • Nauðsynleg sjúkrahjálp. Meðal annars fyrir læknishjálp, sjúkraþjálfun, lyf og fleira.
  • Slysadagpeningar frá og með 8. degi eftir atvikið (sé sjúklingur ekki á launaskrá) og hafi sjúklingur verið óvinnufær í minnst 10 daga.
  • Örorkubætur, ef varanleg örorka er metin meira en 10%.

Þó er ekki heimilt að greiða dagpeninga eða sjúkrahjálp lengra en tvö ár aftur í tímann frá því að Sjúkratryggingum Íslands barst tilkynning um atburðinn.


Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica