Hjálpartæki

  • Nýtt húsnæði Hjálpartækjamiðstöðvar

Í hjálpartækjamiðstöð Sjúkratrygginga Íslands er veitt ráðgjöf og upplýsingar um hjálpartæki og val á þeim.  Í Hjálpartækjamiðstöð má einnig nálgast leiðbeiningar og fræðslu varðandi hjálpartæki.

Sjúkratryggingar Íslands annast uppsetningu eftir því sem við á, breytingar, sérsmíði og aðstoð við aðlögun hjálpartækja fyrir notendur eða tryggja að aðrir aðilar annist það. Samningar eru við fyrirtæki um viðgerðarþjónustu á hjálpartækjum í eigu Sjúkratrygginga Íslands eftir að ábyrgð seljanda er útrunnin, sjá nánar hér að neðan. Vinsamlegast athugið að hjálpartækjamiðstöð annast ekki uppsetningu á stuðningsstöngum, bað- eða salernishjálpartækjum hvort sem um er að ræða tæki frá hjálpartækjamiðstöð eða seljendum.
SÍ tekur jafnframt virkan þátt í þróun hjálpartækja og þjónustu vegna þeirra, bæði í innlendum og erlendum verkefnum.

Hjálpartækjamiðstöð er einnig með þjónustu á Kristnesi í Eyjafirði, sjá nánar hér neðar á síðunni. Að auki leitast Hjálpartækjamiðstöð til við að safna og veita upplýsingar hvar hægt er að fá ráðgjöf um hjálpartæki annars staðar á landinu.

Hjálpartækjamiðstöð:


Vínlandsleið 16, 113 Reykjavík.
Sími: 515 0000

Afgreiðslutími:

10.00-15.00 mánudaga - fimmtudaga
08.00-13.00 föstudaga

Hjálpartæki - símatímar og netföng
Velkomið er að senda fyrirspurnir á neðangreind netföng:

  • Einnota hjálpartæki (t.d. bleiur, sykursýkisbúnaður og stómavörur): [email protected]
  • Heyrnartækjastyrkir: [email protected]
  • Næring og sérfræði: [email protected]
  • Stoð- og meðferðartæki (t.d. spelkur, gervilimir, hárkollur og meðferðartæki). Símatími er alla virka daga milli kl. 10:00 - 12:00. Netfang: [email protected]

  • Setstöðuráðgjöf (lausnir í hjólastóla): [email protected]
  • Tæknileg hjálpartæki (t.d. baðhjálpartæki, göngugrindur, hjólastólar og stoðir). Símatími er alla virka daga kl. 10:00 - 12:00: [email protected]
  • Birgðahald hjálpartækja og dreifing. Símatími er alla virka daga kl 10:00 – 12:00. Netföng deildar: [email protected]; v/viðgerðarþjónustu: [email protected]; v/afhendingar eða skila á hjálpartækjum; [email protected]

Viðgerðarþjónusta hjálpartækja á stór-höfuðborgarsvæðinu

Viðgerðarþjónusta hjálpartækja á landsbyggðinni

 

Þjónusta á Kristnesi Eyjafirði

Aðstaða hjálpartækjamiðstöðvar SÍ á Kristnesspítala í Eyjafirði gefur tækifæri á að sýna og gefur notendum á svæðinu kost á að prófa ýmis hjálpartæki.

Starfsmenn í heilbrigðis- og félagsþjónustu og notendur hjálpartækja geta pantað tíma og fengið ráðgjöf um hjálpartæki í aðstöðunni á Kristnesi.

Hafdís Hrönn Pétursdóttir iðjuþjálfi á Kristnesspítala sinnir þjónustunni.

Meðal þeirra hjálpartækja sem hægt er að skoða/prófa eru ýmis smáhjálpartæki, göngugrindur, hjólastólar og sessur. Nánari upplýsingar um hjálpartækin er að fá í símatíma eða í gegnum tölvupóst. 

Símatími iðjuþjálfa er á þriðjudögum kl. 11:30 – 12:00    í síma 463-0399


Tekið er við skilaboðum á símsvara á öðrum tímum.

Einnig er hægt að senda þeim tölvupóst á netfangið [email protected].

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica