Næring og sérfæði

Styrkir eru veittir þegar sjúkdómar eða afleiðingar slysa valda verulegum vandkvæðum við fæðuinntöku og upptöku næringarefna og þegar um langvarandi þörf er að ræða eða í a.m.k. þrjá mánuði. Þetta á við um þegar um er að ræða m.a. hjartagalla, krabbamein, bólgusjúkdóma í þörmum, skaða á vélinda, efnaskiptasjúkdóma, heilaskaða, taugasjúkdóma, vöðvasjúkdóma, alnæmi, lifrarbilun, nýrnabilun, vannæringu, ofnæmi, óþol og vanþrif barna.

SÍ gefa út innkaupaheimild vegna næringarefna og sérfæðis sem gildir eftir atvikum frá 6 mánuðum til 5 ára eða til ákveðins aldurs einstaklings. Nánari upplýsingar um greiðsluhlutfall og upphæðir styrkja má finna í reglugerð um styrki til kaupa á næringarefnum og sérfæði (sjá neðar).

Seljendur fletta upp réttindastöðu einstaklings (innkaupaheimildum) í Gagnagátt SÍ. Einnig er hægt að senda staðgreiðslukvittun til SÍ til að fá hlut SÍ endurgreiddan. Þá er mikilvægt að hafa kvittanirnar vel merktar svo endurgreiðslan gangi greiðlega. Sjá leiðbeiningar og form sem hægt er að fylla út hér til hliðar undir „Tengt efni“.

Hvernig er sótt um styrk?

Læknir og/eða næringarfræðingur metur þörfina fyrir næringarefni og/eða sérfæði og sækir um styrk, rafrænt eða á viðeigandi eyðublaði. Læknisvottorð er nauðsynlegt þegar um er að ræða fyrstu umsókn.

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica