Endurgreiðslur á miklum læknis-, lyfja- og þjálfunarkostnaði

Þessi endurgreiðsla tekur til allra fjölskyldumeðlima og teljast börn fram til 18 ára aldurs til fjölskyldunnar. Endurgreiðslan á við um allan almenning.

Til að fá endurgreiðslu þarf að:

  • Fylla út umsókn og skila til þjónustumiðstöðvar Sjúkratrygginga Íslands, Vínlandsleið 16, 113 Reykjavík.

Þeir sem búa utan höfuðborgarsvæðis geta komið umsókn til umboða.

Hvernig er endurgreiðsla metin?

Við mat á endurgreiðslu er tekið tillit til heildarútgjalda vegna læknishjálpar, lyfja og þjálfunar, auk tekna hlutaðeigandi.

Tekjur fjölskyldu og samanlagður læknis-, lyfja- og þjálfunarkostnaður miðast við einstaklinga með sama fjölskyldunúmer. Það eru hjón eða sambýlisfólk og börn þeirra undir 18 ára aldri. Grunnkostnaður miðast við þrjá mánuði. 

Endurgreitt er fyrir þrjá mánuði í senn:

  • 1. janúar - 31. mars
  • 1. apríl - 30. júní
  • 1. júlí - 30. september
  • 1. október - 31. desember

Einstaklingur eða fjölskylda greiðir grunnkostnað sem miðast við 0,7% af tekjum en fær endurgreitt hlutfall af útgjöldum umfram grunnkostnaðinn. Hlutfall endurgreiðslu lækkar með hækkandi tekjum.

Þegar árstekjur hafa náð kr 3.750.000      er ekki lengur um endurgreiðslu að ræða (þó hærri mörk ef um börn er að ræða). Tekjur miðast við árstekjur árið áður en til kostnaðar er stofnað. Heimilt er að víkja frá þeirri reglu ef um verulega lækkun tekna er að ræða, svo sem vegna alvarlegra veikinda eða atvinnumissis.

Ekki er greidd út lægri upphæð en 1.000 kr.

Hægt er að fá endurgreitt allt að tveimur árum aftur í tímann.

Kostnaður vegna þeirra lyfja sem Sjúkratryggingar Íslands taka ekki þátt í að greiða er ekki endurgreiddur nema vegna lyfja fyrir börn yngri en 18 ára.

Endurgreiðsla vegna mikils lyfjakostnaðar er samkvæmt viðmiðunarverði. Ef dýrara lyf er valið greiðir sjúklingur sjálfur mismuninn og fæst hann ekki endurgreiddur.

Heimilt er að draga frá heildarútgjöldum uppbót sem elli- og örorkulífeyrisþegi nýtur vegna lyfja og/-eða þjálfunarkostnaðar.

 

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica