Lyf

Þrepaskipt greiðsluþátttaka

Greiðsluþátttökukerfið vegna lyfjakaupa byggir á þrepaskiptri greiðsluþátttöku þar sem hver einstaklingur greiðir hlutfallslega minna eftir því sem lyfjakostnaður hans eykst innan tólf mánaða tímabils. Í fyrsta þrepi greiðir einstaklingurinn lyf að fullu, í öðru þrepi greiðir hann 15% af verði lyfja og í þriðja þrepi greiðir hann 7,5%. Þegar lyfjakostnaður hefur náð ákveðnu hámarki fær hann lyf að fullu greidd af sjúkratryggingum það sem eftir er af tímabilinu.

Öll lyf sem SÍ taka þátt í að greiða (þar með talin lyf sem einstaklingur hefur fengið samþykkt lyfjaskírteini fyrir) falla inn í greiðsluþrepin. Þau lyf sem SÍ taka ekki þátt í að greiða, falla utan greiðsluþrepanna.

Tólf mánaða greiðslutímabilið hefst við fyrstu lyfjakaup einstaklingsins. Ef hann kaupir t.d. lyf í fyrsta sinn 15. okt. 2014 þá lýkur tímabilinu 15. okt. 2015. Nýtt tímabil hefst þegar viðkomandi kaupir lyf í fyrsta sinn eftir að framangreindu tímabili lýkur.

Lyfjareiknivél reiknar út lyfjakostnað

Með Lyfjareiknivélinni er hægt að reikna út áætlaðan lyfjakostnað miðað við innslegnar forsendur.

Skoðaðu stöðu lyfjakaupa í Réttindagátt

í Réttindagátt - mínar síður er hægt að sjá yfirlit yfir lyfjakaup og þrepastöðu. Innskráning fer fram með íslykli eða rafrænum skilríkjum.Þegar innskráningu er lokið smellið á flokkinn "Réttindastaðan mín" og síðan "Lyfjakaup - þrepastaða". Sjá leiðbeiningar.

Lyfjaskírteini

Sjúkratryggingar Íslands hafa heimild til að gefa út lyfjaskírteini sem veita greiðsluþátttöku í lyfjum sem annars eru ekki með greiðsluþátttöku. Læknir getur sótt um lyfjaskírteini fyrir einstakling að uppfylltum skilyrðum samkvæmt vinnureglum.

Endurgreiðslur vegna mikils lyfjakostnaðar

Einstaklingar/fjölskyldur með umtalsverðan kostnað vegna læknishjálpar, lyfja og þjálfunar geta átt rétt á endurgreiðslu kostnaðar að hluta. Sjá á vef Tryggingastofnunar


Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica