Hjálpartækjagjafir

Reglur um hjálpartækjagjöf

Hjálpartæki má gefa sem ekki er hægt að endurnýta til skjólstæðinga. Þau eru þá þannig að hægt er að nýta á einhvern veg annan en til endurúthlutunar en þarf ekki að rífa í varahluti eða henda.

Hjálpartækjamiðstöð á helst ekki að leggja vinnu í hjálpartækin heldur mögulega að gefa viðeigandi notaða varahluti með hjálpartækjunum ef þeir eru til.

Almennt skal þetta metið hverju sinni með tilliti til hagkvæmni hvað varðar æskilegan varahlutalager hjálpartækjamiðstöðvar.

Aðilar sem má gefa til:

  • Góðgerðarsamtök / klúbbar vegna þróunarhjálpar erlendis
  • Opinberar stofnanir, svo sem dagvistunarstofnanir, vistheimili, sambýli, öldrunarstofnanir, kirkjur, skólar og fleiri.

Umsjón með þessu verkefni hafa starfsmenn hjálpartækjamiðstöðvar og hægt er að hafa samband við þá vegna beiðna um slíkar gjafir.

Dæmi um slíkar gjafir eru:

  • Öryrkjabandalag Íslands fékk fjölda af tækjum sem send voru til aðstoðar í Brasilíu árið 2007.
  • MND-félagið fékk fjölda af tækjum sem send voru til aðstoðar í Mongólíu í byrjun árs 2007.
  • Landspítali háskólasjúkrahús hefur fengið fjölda tækja (aðallega hjólastóla) í gegnum tíðina til hinna ýmsu deilda.
  • Hjálparstofnun kirkjunnar fékk fjölda af hjálpartækjum vegna aðstoðar í Afganistan árið 2004
  • Lions hreyfingin fékk fjölda tækja árlega frá 1997 til 2003 m.a. vegna aðstoðar við Rússland, Litháen og Lettland.
  • Auk þessa hafa ýmsar stofnanir og félagasamtök fengið hjálpartæki að gjöf frá Sjúkratryggingum Íslands.
Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica