Matstæki

Til að meta árangur af hjálpartækjum, gagnsemi þeirra og réttmæti er mjög æskilegt að hafa sérstök matstæki. Þau geta aðstoðað við að mæla gæði hjálpartækja og tilheyrandi þjónustu. 

Quest 2.0

(2000)

Kanadískt matstæki og er hið fyrsta staðlaða tækið til að mæla ánægju notenda sem er sérstaklega hannað með tilliti til hjálpartækja. Það var þróað samhliða á ensku og frönsku. Quest 2.0 er enski titillinn og stendur fyrir Quebec User Evaluation and Satisfaction with assistive Technology en á frönsku ÉSAT for Evaluation de la Satisfaction envers une Aide Technique. Til viðbótar er til hollensk útgáfa D-QUEST. Quest 2.0 hefur verið þýtt á sænsku, dönsku, norsku, finnsku og íslensku.

Name 1.0

(2005)

Norrænt matstæki sem metur þau hjálpartæki sem bæta skerta göngugetu fólks og mælir hvort virkni og þátttaka fólks í daglegum athöfnum aukist með tilkomu hjálpartækisins. NAME stendur fyrir Nordic Assisted Mobility Evaluation.


Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica