Heyrnartæki

Sjúkratryggingar Íslands greiða styrki vegna kaupa á heyrnartækjum. Styrkur er veittur á fjögurra ára fresti.

Hvernig er sótt um styrk vegna heyrnartækis?

Til að sækja um styrk er ekki útfyllt sérstakt eyðublað, heldur skilar umsækjandi inn frumriti reiknings, heyrnarmælingu og upplýsingum um bankareikning.

Seljendur heyrnartækja verða að hafa rekstrarleyfi frá velferðarráðuneyti.

Rekstrarleyfishafar eru fyrirtækin: Heyrn, HeyrnartækniHeyrnarstöðin og Scandinavian Hearing.

Skilyrði fyrir styrk eru auk þess:

  • Umsækjandi er 18 ára eða eldri

  • Viðkomandi er sjúkratryggður á Íslandi

Meira um styrkina:

  • Fjárhæð styrks er 50.000 kr. eða 100.000 kr., eftir því hvort keypt eru tæki fyrir annað eða bæði eyru.
  • Heyrnarmælingar þurfa að vera framkvæmdar af löggiltum heyrnarfræðingi eða háls-, nef- og eyrnalækni.
  • Sjúkratryggingar Íslands greiða ekki styrki til þeirra sem kaupa tæki hjá Heyrnar- og talmeinastöð. Þegar tæki eru keypt þar er styrkur dreginn frá kostnaðarverði og styrkþegi greiðir mismun.
  • Styrkir eru ekki skattskyldir.
  • Allir sjúkratryggðir yfir 18 ára geta sótt um styrk og þar með taldir einstaklingar á dvalar- og hjúkrunarheimilum.
Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica