Heyrnartæki
Hvernig er sótt um styrk vegna heyrnartækis?
Seljendur senda rafræna umsókn um styrk vegna kaupa á heyrnartækjum, ásamt reikningi og heyrnarmælingu.
Seljendur heyrnartækja verða að hafa rekstrarleyfi frá velferðarráðuneyti.
Rekstrarleyfishafar eru fyrirtækin: Heyrðu, Heyrn, Heyrnartækni og Heyrnarstöðin.
Skilyrði fyrir styrk eru auk þess:
-
Umsækjandi er 18 ára eða eldri
-
Viðkomandi er sjúkratryggður á Íslandi
Meira um styrkina:
- Fjárhæð styrks er 50.000 kr. eða 100.000 kr., eftir því hvort keypt eru tæki fyrir annað eða bæði eyru.
- Heyrnarmælingar þurfa að vera framkvæmdar af löggiltum heyrnarfræðingi eða háls-, nef- og eyrnalækni.
- Sjúkratryggingar Íslands greiða ekki styrki til þeirra sem kaupa tæki hjá Heyrnar- og talmeinastöð. Þegar tæki eru keypt þar er styrkur dreginn frá kostnaðarverði og styrkþegi greiðir mismun.
- Styrkir eru ekki skattskyldir.
- Allir sjúkratryggðir yfir 18 ára geta sótt um styrk og þar með taldir einstaklingar á dvalar- og hjúkrunarheimilum.
- Tengt efni Hverjir eru sjúkratryggðir?
- Tilvísun Reglugerð um styrki vegna kaupa á heyrnartækjum hjá öðrum en Heyrnar- og talmeinastöð nr. 969/2015
- Tilvísun Reglugerð um greiðsluþátttöku ríkisins í hjálpartækjum sem Heyrnar- og talmeinastöð útvegar
- Tilvísun : Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 969-2015 um styrki vegna kaupa á heyrnartækjum hjá öðrum er Heyrnar- og talmeinastöð