Tanngervi og tannplantar
Sjúkratryggingum Íslands er heimilt að taka þátt í kostnaði aldraðra og öryrkja við gerð gullhetta á tvær stoðtennur ásetugóms, ísetningu tveggja tannplanta til stuðnings heilgómi í ótenntan neðri góm og allt að fjögurra tannplanta í ótenntan efri góm, auk smíði plantagóma. Tannlæknir þarf að sækja um þessa greiðsluþátttöku sérstaklega, áður en meðferð hefst.
Hver er endurgreiðsla fyrir heilgóma?
- Fyrir hefðbundið heilgómasett greiða Sjúkratryggingar Íslands 57% (100% fyrir langveika) af verði gjaldliðar 702 og 57% (100% fyrir langveika) af tannsmíðakostnaði.
- Ef smíða á heilgóm á tannplanta í neðri gómi þá greiða SÍ 57% (100% fyrir langveika) af verði tveggja tannplanta, en af verði allt að fjögurra tannplanta ef um efri góm er að ræða. Þó þarf tannlæknir að sækja um þessar greiðslur áður en meðferð fer fram.
-
Fyrir heilgóm sem smíðaður er á tannplanta greiða Sjúkratryggingar Íslands 57% (100% fyrir langveika) af verði gjaldliða (715 í efri gómi og 716 í neðri gómi og 57% (100% fyrir langveika) af tannsmíðakostnaði. Ef farið er í kostnaðarsamari meðferð, svo sem brúarsmíði í stað heilgóms á tannplanta verður hinn sjúkratryggði að standa undir viðbótarkostnaðinum.
Hvað fæ ég endurgreitt ef ég þarf tannplanta og krónu?
-
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á styrk allt að 60 þúsund kr. (80 þúsund kr. fyrir langveika) vegna tannplanta og krónugerðar á hverju tólf mánaða tímabili.
- Tengt efni Hafa samband