Sjúkrahótel

Gistiþjónusta í Reykjavík og á Akureyri

Sjúkratryggðir einstaklingar geta átt rétt á gistiþjónustu, í þeim tilvikum að þeir þurfi að dvelja fjarri heimili sínu vegna rannsókna eða sjúkdómsmeðferða. Gistiþjónusta felur í sér gistingu með fullu fæði og  Sjúkratryggingar Íslands greiða allt að 21 dag vegna gistiþjónustu. Ef dvöl er lengur en 21 dag þarf að sækja um undanþágu. Gististaðir bjóða ekki upp á hjúkrunarþjónustu.


Hvað varðar endurgreiðslu á ferðakostnaði er bent á upplýsingar um ferðakostnað, https://www.sjukra.is/heilbrigdisthjonusta/ferdakostnadur/


Reglugerð um dvöl á sjúkrahóteli

https://www.reglugerd.is/reglugerdir/eftir-raduneytum/heilbrigdis/nr/21488


Janúar 2020 – breyting 1. á reglugerð (gjald einstaklings)

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 429/2019 um dvöl á sjúkrahóteli

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 429/2019 um dvöl á sjúkrahóteli

Hverjir eiga rétt á þjónustunni?

Allir sjúkratryggðir einstaklingar sem þurfa að dvelja fjarri heimili sínu til að sækja heilbrigðisþjónustu í Reykjavík eða á Akureyri.

 • Í tengslum við sjúkrahúslegu

 • Vegna þjónustu á dag- og göngudeildum sjúkrahúsa

 • Vegna þjónustu sem sótt er á starfsstofur heilbrigðisstarfsmanna (svo sem vegna augasteinsaðgera og annarra meðferða/rannsókna sem ekki eru aðgengilegar í heimabyggð)

 • Verðandi mæður sem þurfa að dvelja tímabundið í nálægð við sjúkrahús

Við hvaða aðstæður á ég ekki rétt á þjónustunni?

Eigi eitthvert eftirfarandi atriða við:

 • Dvalargestur er innritaður á sjúkrahús á sama tíma og hann hyggst dvelja á gististað

 • Ef um ræðir geðræn einkenni þar sem viðkomandi hefur sýnt af sér ofbeldi eða hvers kyns ógnandi hegðun

 • Ef einstaklingur er í virkri áfengis og/eða vímuefnaneyslu

 • Húsnæðisleysi sem ein forsenda fyrir dvöl 

Hvernig sæki ég um gistiþjónustu?

 • Læknir/hjúkrunarfræðingur/ljósmóðir þarf að gera beiðni/tilvísun  um gistingu

 • Beiðni þarf að liggja fyrir áður gisting er bókuð

 • Hægt er að bóka gistingu hjá samningsaðilum í þann tíma sem beiðnin segir til um, þó háð því að það sé laust pláss á gistastað

 • Gististaður hefur heimild til að óska eftir greiðslukortanúmeri til að tryggja greiðslu ef ekki er látið vita innan tilskilins frests ef hætt er við dvöl

 • Beiðnina má annað hvort afhenda við innritun á gististað eða senda rafrænt af beiðanda

Hvar get ég bókað gistingu, hverjir eru samningsaðilar?


Akureyri:

Reykjavík:

Hvað greiði ég fyrir þjónustuna?

Greiðsluhluti einstaklings fer nú samkvæmt reglugerð nr. 429/2019. Fyrir hvern sólarhring er greiðsluhluti einstaklings kr. 1.476 kr.

Ef ég er ekki sjálfbjarga með athafnir daglegs lífs?

Gististaðir bjóða ekki upp á hjúkrunarþjónustu og verða dvalargestir sem dvelja á gististað að vera sjálfbjarga með að komast fram úr rúmi og eiga sjálfir að geta séð um allar athafnir daglegs lífs.  Ef einstaklingar eru hreyfihamlaðir eða bundnir hjólastól, þá er gott að kynna sér fyrirfram aðstöðu hvers gististaðar vegna aðgengis fyrir fatlaða og aðstöðu fyrir fylgdarmann/aðstandanda.

Get ég haft fylgdarmann/aðstandanda með mér?

Sjúkratryggður getur haft fylgdamann með og hann greiðir 1.476 kr. á dag fyrir gistingu, gisti hann í sama herbergi og sjúkratryggður. Ef sjúkratryggður yngri en 18 ára er í fylgd tveggja fylgdarmanna sem gista í sama herbergi greiða þeir samanlagt 1.476 kr. fyrir gistingu.

Get ég fengið gistiþjónustu ef náinn aðstandandi (maki, foreldri, barn) liggur á sjúkrahúsi?

Þjónustan er eingöngu fyrir þann einstakling sem sækir heilbrigðisþjónustu. Bent er á rétt til greiðslu ferðakostnaðar og/eða dvalarkostnaðar vegna sjúkrahúsinnlagnar barns í slíkum tilvikum.

Eru veittar undanþágur ef ég uppfylli ekki einhver skilyrði?

Í ákveðnum tilvikum eru veittar undanþágur vegna búsetu og ef þörf er á dvöl lengur en 21 dag.

Almennt er ekki greitt fyrir einstaklinga sem búsettir eru á höfuðborgarsvæðinu vegna gistiþjónustu í Reykjavík og búsettir á Akureyri vegna gistiþjónustu á Akureyri. Sjúkratryggingar Íslands geta þó veitt undanþágu í einstökum tilvikum ef búseta er innan svæðisins, skv. umsókn frá lækni, ljósmóður eða hjúkrunarfræðingi, enda fylgi umsókninni rökstuðningur í læknisvottorði og upplýsingar um hvaða heilbrigðisþjónusta er fyrirhuguð á umræddu undanþágutímabili.

Ef fyrirséð er að einstaklingur þurfi að dvelja lengur en 21 dag á 12 mánaða tímabili er hægt að sækja um undanþágu fyrir framlengdri dvöl. Til að sækja um framlengda dvöl þarf Sjúkratryggingum Íslands að berast umsókn frá lækni, ljósmóður eða hjúkrunarfræðingi, enda fylgi umsókninni rökstuðningur í læknisvottorði og upplýsingar um hvaða heilbrigðisþjónusta er fyrirhuguð á umræddu undanþágutímabili.

Undanþágubeiðni má senda til Sjúkratrygginga Íslands Vínlandsleið 16, 150 Reykjavík eða á laeknareikningar@sjukra.is 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica