Sjúkraflutningar vegna Covid 19 - endurgreiðsla kostnaðar
Sjúkratryggingar Íslands munu endurgreiða þeim sem hafa orðið fyrir kostnaði við sjúkraflutning vegna Covid-19.
Teljir þú þig eiga rétt á endurgreiðslu ert þú beðin/n um að senda umsókn þess efnis í Réttindagátt - Mínar síður á www.sjukra.is Einnig er hægt að póstsenda gögnin til Sjúkratrygginga Íslands
Umsókn um endurgreiðslu kostnaðar vegna Covid-19 sjúkraflutnings má finna hér.
Með umsókn þarf að fylgja staðfesting úr Heilsuveru eða læknisvottorð sem staðfestir ástæðu sjúkraflutningsins ásamt greiðslukvittun.
Sjúkratryggingar Íslands
Vínlandsleið 16
113 Reykjavík.