Sjúkradagpeningar

  • vera sjúkratryggður á Íslandi.
  • vera algjörlega óvinnufær í a.m.k. 21 dag samfellt, óvinnufærni sé staðfest af lækni.
  • hafa lagt niður vinnu eða orðið fyrir töfum á námi.
  • vera hættur að fá launatekjur, hafi verið um þær að ræða.
  • vera 16 ára eða eldri.

Hvernig sæki ég um sjúkradagpeninga?

Rafræn umsókn er aðgengileg í Réttindagátt - Mínum síðum.

Einnig er hægt að fylla út umsókn um sjúkradagpeninga og skila til Sjúkratrygginga Íslands eða til umboða hjá sýslumönnum utan höfuðborgarsvæðisins. 

Fjárhæðir og greiðslur

Sjúkradagpeningar greiðast frá 15. veikindadegi ef umsækjandi er óvinnufær í að minnsta kosti 21 dag.

Sjúkradagpeningar má greiða tvo mánuði aftur í tímann frá því að umsókn og öll nauðsynleg gögn berast. Heimilt er að lengja þetta tímabil í allt að sex mánuði ef réttur er ótvíræður.

Sjúkradagpeninga má greiða í allt að 52 vikur á hverjum 24 mánuðum.

Fyrir árið 2020 eru fullir sjúkradagpeningar kr. 1.873 á dag fyrir einstaklinga og hálfir kr. 937 en auk þeirra greiðast kr. 514 fyrir hvert barn undir 18 ára aldri sem umsækjandi hefur á framfæri sínu. Greitt er fyrir alla daga vikunnar.

Fyrir árið 2021 eru fullir sjúkradagpeningar kr. 1.940 á dag og hálfir kr. 970. Viðbót vegna barna er kr. 533.

Sjúkradagpeningar eru staðgreiðsluskyldir, ef nýta á ónýttan persónuafslátt þá þarf að skrá hann inn á Réttindagátt - Mínar síður

Biðtími eftir afgreiðslu umsóknar

Nýjar umsóknir
Afgreiðsla umsókna um sjúkradagpeninga tekur um 4-6 vikur. Eftir það eru dagpeningar að jafnaði greiddir inn á bankareikning umsækjanda á 14 daga fresti enda liggi fyrir læknisvottorð sem staðfestir óvinnufærni fram í tímann. Gildistíma á læknisvottorðum og upplýsingar um áætlaðar greiðslur má sjá á greiðsluskjali í Réttindagátt - Mínum síðum. Þar má einnig fylgjast með stöðu umsóknar og bæta við fylgiskjölum.

Vottorð vegna áframhaldandi veikinda
Ef veikindatímabil er lengra en læknir vottar í fyrsta vottorði sínu þarf að skila nýju vottorði um áframhaldandi veikindi (skv. framhaldsvottorði). Reynt er að afgreiða framhaldsvottorð vegna eldri mála innan viku frá því vottorðin berast.

Réttur hjá stéttarfélögum og félagsþjónustu sveitarfélaga

Upphæðir sjúkradagpeninga frá Sjúkratryggingum Íslands ná ekki framfærsluviðmiðum. Því er mikilvægt að einstaklingar kanni rétt sinn til greiðslna frá stéttarfélögum og félagsþjónustu sveitarfélaga.

Flest stéttarfélög starfrækja sjúkrasjóði sem styrkja sjóðfélaga þegar veikindi eða slys ber að höndum. Flestir sjúkrasjóðir greiða félagsmönnum sjúkradagpeninga til viðbótar við sjúkradagpeninga frá Sjúkratryggingum Íslands. Nánari upplýsingar fást hjá stéttarfélögum.

Einnig veita sveitarfélög fjárhagsaðstoð til framfærslu ef einstaklingar eða fjölskyldur geta ekki séð sér og sínum farborða. Nánari upplýsingar fást hjá félagsþjónustu viðkomandi sveitarfélags.

Greiðslur og réttindi sem hafa áhrif á rétt til sjúkradagpeninga

Ekki er heimilt að greiða þeim, sem fá lífeyrir frá Tryggingastofnun ríkisins, sjúkradagpeninga. Þeir sem fá skertan grunnlífeyri geta þó átt rétt á skertum dagpeningum ef viðkomandi hefur lagt niður launaða vinnu.  Að sömum skilyrðum uppfylltum er greiddur mismunur á örorkustyrk og sjúkradagpeningum. 

Sjúkradagpeningar greiðast ekki fyrir sama tímabil og endurhæfingarlífeyrir frá Tryggingastofnun ríkisins.  

Sjúkradagpeningar greiðast ekki fyrir sama tímabil og slysadagpeningar frá Sjúkratryggingum Íslands.

Sjúkradagpeningar greiðast ekki samhliða greiðslum úr Fæðingarorlofssjóði.

Sjúkradagpeningar greiðast ekki samhliða atvinnuleysisbótum frá Vinnumálstofnun. Réttur getur þó verið til sjúkradagpeninga ef atvinnuleysisbætur falla niður vegna veikinda.

 

 

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica