Upplýsingar vegna tannlækninga erlendis

Lífeyrisþegar og börn geta sótt sér tannlæknaþjónustu til annara landa innan EES og sótt síðan um endurgreiðslu í kjölfarið á tannlæknareikningum. Aðrar reglur gilda varðandi fæðingargalla, sjúkdóma og slysa, þar þarfnast fyrirfram samþykkis Sjúkratrygginga Íslands (SÍ). 

Ekki er tekið við kostnaðaráætlunum til útreiknings á endurgreiðslu en SÍ endurgreiða til samræmis við gjaldskrá SÍ sem er aðgengileg á www.sjukra.is undir „fjárhæðir og gjaldskrár“.

Athugið að SÍ er ekki heimilt að greiða meira en raunkostnað.

Vegna almennra tannlækninga er endurgreiðslan 63% m.v. einstaka gjaldskrárliði SÍ. Aðrir liðir eru í formi styrkja, t.d. krónur og tannplant eru hámark 60 þús kr. á hverju 12 mánaða tímabili.

Ef einstaklingur er almennur (aðrir en börn og lífeyrisþegar) þá þarf fyrirfram samþykki að liggja fyrir en það fæst aðeins ef um alvarlegar afleiðingar fæðingargalla, sjúkdóma eða slysa er að ræða.

Skila þarf inn eftirfarandi gögnum ásamt umsókn:

  • Viðurkenndur reikningur úr bókhaldskerfi þjónustuveitanda
  • Nákvæm sundurliðun á unnum verkum þ.m.t. dagsetningar hvers verks fyrir sig, númer tanna sem voru meðhöndlaðar og heiti flata tanna ef um viðgerð/fyllingu er að ræða
  • Greiðslustaðfesting
  • Röntgenmynd (ef hún er tekin)
  • Flugmiðar – báðar leiðir

Sjúkratryggingar Íslands taka ekki þátt í ferða- og uppihaldskostnaði.

Hægt er að senda fyrirspurnir á netfangið: [email protected]. Fyrirspurnir vegna ES korta skal senda á netfangið [email protected].

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica