Fyrirfram ákveðin læknismeðferð erlendis
Almennt um málsmeðferð vegna læknismeðferðar erlendis
Sérfræðingar Sjúkratrygginga Íslands meta hvort skilyrði um læknismeðferð erlendis séu uppfyllt.
Sjúkratryggður einstaklingur sem hyggst fara erlendis í læknismeðferð þarf að huga að ýmsu áður en lagt er af stað. Skoða þarf undir hvaða málaflokk viðkomandi læknismeðferð flokkast, hvaða skilyrði þurfa að vera uppfyllt og hvaða gögnum þarf að skila.
Ef nauðsynleg heilbrigðisþjónusta er ekki í boði á Íslandi, en sjúkratryggðum er brýn nauðsyn að fá hana, þá sækir læknir hans um til SÍ og umsóknin verður „siglinganefndarmál“. Sé hún samþykkt eru greiddur meðferðarkostnaður, ferða- og uppihaldskostnaður ásamt kostnaði vegna fagfylgdar eða annarrar fylgdar sem læknir vottar að nauðsynleg sé, sbr. reglugerð nr. 712/2010. Sjá nánari upplýsingar hér.Ef nauðsynleg heilbrigðisþjónusta er ekki veitt á Íslandi innan tímamarka sem réttlæta má læknisfræðilega ef mið er tekið af núverandi heilsufarsástandi hins sjúkratryggða og líklegri framvindu sjúkdómsins sbr. 20. gr. EB reglugerðar nr. 883/2004, sbr. 20. gr. innlendrar reglugerðar nr. 442/2012, sem er í gildi á Íslandi frá maí 2012, þá þarf læknir hins sjúkratryggða að staðfesta bið á þar til gerðu umsóknarblaði og umsóknin verður „biðtímamál“. Sé hún samþykkt er greiddur meðferðarkostnaður. Sjá nánari upplýsingar hér.
Heilbrigðisþjónusta yfir landamæri innan EES lands. Tilskipun Evrópusambandsins um heilbrigðisþjónustu yfir landamæri, svokölluð „ landamæratilskipun" um rétt sjúklinga til að sækja sér heilbrigðisþjónustu til annarra aðildarríkja EES-samningsins og fá endurgreiddan útlagðan kostnað sem svarar því að samsvarandi þjónusta hefði verið veitt hér á landi, hefur verið innleidd á Íslandi. Lögin tóku gildi 1. júní 2016. Byggt er á tilskipun Evrópusambandsins nr. 2011/24/ESB. Sjá nánari upplýsingar hér.
Verklagsregla varðandi átröskunarmál var sett 18. apríl 2018 og tók gildi 20. apríl 2018. Hægt er að nálgast hana hér.
Verklagsreglur varðandi fíknimeðferð erlendis tók gildi 1. maí 2020.
Hægt er að nálgast hana hér .
- Lög um sjúkratryggingar nr. 112/2008
- Reglugerð um brýna læknismeðferð erlendis þegar ekki er unnt að veita nauðsynlega aðstoð hér á landi nr. 712/2010
- Reglugerð um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um almannatryggingar nr. 442/2012
- Reglugerð um heilbrigðisþjónustu sem sótt er innan aðildarríkis EES-samningsins en hægt er að veita hér á landi og um hlutverk innlends tengiliðs vegna heilbrigðisþjónustu yfir landamæri nr. 484/2016
- Umsókn um nauðsynlega meðferð sem ekki er í boði á Íslandi
- Umsókn vegna langs biðtíma eftir meðferð á Íslandi
- Umsókn vegna meðferðar yfir landamæri innan EES landa
- Hafa samband við alþjóðamál [email protected] eða í síma 515-0002.
Fyrirspurnir vegna ES korta skal senda á netfangið [email protected].
- Réttindagátt - mínar síður