Fyrirfram ákveðin læknismeðferð erlendis

Meðferðir erlendis á tímum Covid-19

Vegna mikillar óvissu í heiminum í dag vegna Covid-19 hafa Sjúkratryggingar Íslands ákveðið, í samráði við landlækni og sóttvarnarlækni, að bíða tímabundið með samþykkt meðferða erlendis sem ekki teljast lífsbjargandi. Því mun stofnunin ekki gefa út greiðsluábyrgðir vegna slíkra meðferða fyrr en það er talið óhætt. Hér er bæði öryggi sjúklings haft í huga sem og öryggi heilbrigðiskerfis landsins. Ákvörðunin verður endurskoðuð eftir miðjan júlí.

Þeir einstaklingar sem þegar hafa fengið samþykkta greiðsluþátttöku í kostnaði vegna meðferðar erlendis falla einnig hér undir og munu Sjúkratryggingar Íslands ekki gefa út greiðsluábyrgð til flugfélags vegna þeirra.

Rétt er að taka fram að áfram verður tekið við umsóknum um greiðsluþátttöku vegna meðferðir erlendis en hér er einungis um frestun valaðgerða að ræða uns talið er að áhætta hafi minnkað.

Viðkomandi eru beðnir að sýna þessu skilning og þolinmæði.

--------

Sérfræðingar Sjúkratrygginga Íslands meta hvort skilyrði um læknismeðferð erlendis séu uppfyllt.

Sjúkratryggður einstaklingur sem hyggst fara erlendis í læknismeðferð þarf að huga að ýmsu áður en lagt er af stað. Skoða þarf undir hvaða málaflokk viðkomandi læknismeðferð flokkast, hvaða skilyrði þurfa að vera uppfyllt og hvaða gögnum þarf að skila.

Ef nauðsynleg heilbrigðisþjónusta er ekki í boði á Íslandi, en sjúkratryggðum er brýn nauðsyn að fá hana, þá sækir læknir hans um til SÍ og umsóknin verður „siglinganefndarmál“. Sé hún samþykkt eru greiddur meðferðarkostnaður, ferða- og uppihaldskostnaður ásamt kostnaði vegna fagfylgdar eða annarrar fylgdar sem læknir vottar að nauðsynleg sé, sbr. reglugerð nr. 712/2010.  Sjá nánari upplýsingar hér.

Ef nauðsynleg heilbrigðisþjónusta er ekki veitt á Íslandi innan tímamarka sem réttlæta má læknisfræðilega ef mið er tekið af núverandi heilsufarsástandi hins sjúkratryggða og líklegri framvindu sjúkdómsins sbr. 20. gr. EB reglugerðar nr. 883/2004, sbr. 20. gr.  innlendrar reglugerðar nr.  442/2012, sem er í gildi á Íslandi frá maí 2012, þá þarf læknir hins sjúkratryggða að staðfesta bið á þar til gerðu umsóknarblaði og umsóknin verður „biðtímamál“. Sé hún samþykkt er greiddur meðferðarkostnaður.  Sjá nánari upplýsingar hér.

Heilbrigðisþjónusta yfir landamæri innan EES lands. Tilskipun Evrópusambandsins um heilbrigðisþjónustu yfir landamæri, svokölluð „ landamæratilskipun" um rétt sjúklinga til að sækja sér heilbrigðisþjónustu til annarra aðildarríkja EES-samningsins og fá endurgreiddan útlagðan kostnað sem svarar því að samsvarandi þjónusta hefði verið veitt hér á landi, hefur verið innleidd á Íslandi. Lögin tóku gildi 1. júní 2016. Byggt er á tilskipun Evrópusambandsins nr. 2011/24/ESB. Sjá nánari upplýsingar hér.


Verklagsregla varðandi átröskunarmál var sett 18. apríl 2018 og tók gildi 20. apríl 2018. Hægt er að nálgast hana hér.Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica