Um búsetu og lögheimili

Maður telst hafa fasta búsetu á þeim stað þar sem hann hefur bækistöð sína, dvelst að jafnaði í tómstundum sínum, hefur heimilismuni sína og svefnstaður hans er þegar hann er ekki fjarverandi um stundarsakir vegna orlofs, vinnuferða, veikinda eða annarra hliðstæðra atvika um breytt lögheimili þarf að skila til Þjóðskrár, nánari upplýsingar eru á heimasíðu Þjóðskrár.

Athugið að það þarf að skila inn umsókn um sjúkratryggingu þegar flutt er til Íslands frá öðru EES landi og Sviss til að viðkomandi geti orðið sjúkratryggður frá lögheimilisskráningu í Þjóðskrá.

Einstaklingar sem flytja til Íslands frá landi utan EES verða sjálfkrafa sjúkratryggðir sex mánuðum eftir lögheimilisskáningu í Þjóðskrá. Einstaklingum er bent á að athuga með einkatryggingar hjá einkatryggingafélögum á þessu tímabili.

Einstaklingar sem eru að flytja aftur til Íslands frá Norðurlöndunum innan eins árs verða sjálfkrafa sjúkratryggðir við lögheimilisskráningu í Þjóðskrá. 


Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica