Nám á Norðurlöndum

Upplýsingar til námsmanna á Norðurlöndum

Einstaklingar sem fara í nám til Norðurlandanna þurfa yfirleitt að taka upp búsetu þar og falla því undir almannatryggingareglur viðkomandi lands. Aðstoð er veitt samkvæmt reglum í viðkomandi landi og getur þjónusta og kostnaður verið ólík milli landa.

Námsmenn á Norðurlöndunum sem koma til Íslands á meðan á námstíma varir geta óskað eftir því að vera einnig sjúkratryggðir af Sjúkratryggingum Íslands á meðan þeir dvelja á Íslandi. Senda þarf inn umsókn um tímabundið sjúkratryggingarskírteini (sjá umsókn hægra megin á síðunni) ásamt staðfestingu á námi til þess að unnt sé að sjúkratryggja námsmenn á meðan dvöl þeirra hér á landi varir.

Íslenskir námsmenn og sjúkratryggingar í Svíþjóð

Nokkrum íslenskum námsmönnum í Svíþjóð hefur frá því haustið 2012 verið synjað alfarið um aðgang að almannatryggingakerfinu þar í landi. Ástæða þessara synjana er sú að sænska tryggingastofnunin, Försäkringskassan, telur að túlka eigi reglur Evrópusambandsins um almannatryggingar sem svo að erlendir námsmenn teljist ekki búsettir í Svíþjóð. Námsmönnum hefur í þessum tilvikum verið gert að greiða fyrir heilbrigðisþjónustu sem ósjúkratryggðir.

Á Norðurlöndunum er einstaklingum gert að flytja lögheimili sitt til viðkomandi lands hyggist þeir vera þar í námi en við það fellur sjúkratrygging þeirra á Íslandi úr gildi. Velferðarráðuneytið og Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) hafa verið að fylgjast með framvindu þessara mála. Málin eru til skoðunar hjá sænskum stjórnvöldum og er vonandi að vænta niðurstöðu.  

Námsmönnum sem hefur verið synjað um sjúkratryggingar í Svíþjóð eru hvattir til að hafa samband við SÍ. Best er að hafa samband í gegnum netfangið international@sjukra.is . Nauðsynlegt er að afrit af synjun á sjúkratryggingu frá sænsku tryggingastofnuninni fylgi með ásamt staðfestingu á námi.

Við bendum námsmönnum á reglur um tímabundið sjúkratryggingaskírteini þegar þeir koma til Íslands.

Nánari upplýsingar um sjúkratryggingar námsmanna í Svíþjóð má finna á Norden.org

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica