Nám á Norðurlöndum
Upplýsingar til námsmanna á Norðurlöndum
Einstaklingar sem fara í nám til Norðurlandanna þurfa yfirleitt að taka upp búsetu þar og falla því undir almannatryggingareglur viðkomandi lands. Aðstoð er veitt samkvæmt reglum í viðkomandi landi og getur þjónusta og kostnaður verið ólík milli landa.
Námsmenn á Norðurlöndunum sem koma til Íslands á meðan á námstíma varir geta óskað eftir því að vera tímabundið sjúkratryggðir á meðan þeir dvelja á Íslandi. Senda þarf inn umsókn um tímabundna sjúkratryggingu (sjá umsókn hægra megin á síðunni) ásamt staðfestingu á námi til þess að unnt sé að sjúkratryggja námsmenn á meðan dvöl þeirra hér á landi varir.
- Umsókn um tímabundna sjúkratryggingu (námsmenn á Norðurlöndunum)
- Sækja um ES kortið í réttindagátt
- Sækja um Tryggingaryfirlýsingu í réttindagátt
- Hafa samband við Alþjóðadeild international@sjukra.is eða í síma 515-0002
- Réttindagátt - mínar síður