Flutningur frá Íslandi

Þegar lögheimili hefur verið skráð til annars lands en Íslands fellur sjúkratrygging á Íslandi strax niður.


Tilkynna þarf Þjóðskrá um flutning milli landa. 

Flutningur til Norðurlandanna

Við flutning til Norðurlanda þurfa einstaklingar að skrá sig inn hjá sjúkratryggingarstofnun í nýja búseturíkinu. Ef að sjúkratryggingarstofnun í búseturíki óskar eftir upplýsingum um fyrri tryggingar og starfstímabil einstaklinga beina þeir slíkum fyrirspurnum beint til Sjúkratrygginga Íslands.

Hægt er að halda tryggingavernd á Íslandi ef um tímabundið starf er að ræða á vegum vinnuveitanda hér á landi.Hafa verður samband við Sjúkratryggingar Íslands fyrirfram á netfangið international@sjukra.is

Greiðslur almannatrygginga falla almennt ekki niður þó flutt sé til Norðurlanda. Hafa verður sambandi við Sjúkratryggingar Íslands fyrirfram þar sem reglur eru mismunandi eftir því hvaða bætur eða styrki er verið að greiða.

Flutningur til EES lands eða Sviss

Ef flutt er til annars EES lands eða Sviss gilda reglur viðkomandi lands um aðgang að almannatryggingum. Einstaklingar þurfa að skrá sig hjá sjúkratryggingarstofnun í nýja búseturíkinu. Í sumum tilfellum geta einstaklingar átt rétt á því að vera tryggðir á grundvelli fyrri tryggingar- eða starfstímabila. Ef að sjúkratryggingarstofnun í búseturíki óskar eftir upplýsingum um fyrri tryggingar- og starfstímabil einstaklinga beina þeir slíkum fyrirspurnum beint til Sjúkratrygginga Íslands.(Beiðni um E-104 hér til hliðar).

Hægt er að halda tryggingarvernd á Íslandi ef um tímabundin störf er að ræða á vegum vinnuveitanda hér á landi. Hafa verður samband við Tryggingastofnun Ríkisins. 

Greiðslur almannatrygginga falla almennt ekki niður þó flutt sé til annars EES lands eða Sviss. Hafa verður sambandi við Sjúkratryggingar Íslands fyrirfram þar sem reglur eru mismunandi eftir því hvaða bætur eða styrki er verið að greiða.

Flutningur til lands utan EES

Hægt er að halda tryggingavernd á Íslandi ef um tímabundið starf er að ræða á vegum vinnuveitanda hér á landi.

Hafa verður samband við Sjúkratryggingar Íslands fyrirfram á netfangið international@sjukra.is

Greiðslur almannatrygginga falla niður við brottflutning (lögheimilisbreytingu) til landa sem enginn samningur hefur verið gerður við um almannatryggingar.

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica