Evrópska sjúkratryggingakortið (ES kortið)

Sótt er um kortið í Réttindagátt einstaklings sjá "Næstu skref" hægra megin hér á síðunni.

  • Evrópska sjúkratryggingakortið

Ríkisborgarar Íslands og annarra EES landa sem eru búsettir og sjúkratryggðir hér á landi eiga rétt á að fá evrópskt sjúkratryggingakort. 

Evrópska sjúkratryggingakortið (ES kortið) gildir eingöngu hjá þjónustuaðilum innan hins opinbera sjúkratryggingakerfis.

Evrópska sjúkratryggingakortið gildir almennt í þrjú ár en fimm ár hjá lífeyrisþegum. Endurnýja þarf kortið að þeim tíma liðnum. Hægt er að sækja um nýtt ES kort þegar 6 mánuðir eða minna eru eftir af gildistíma inná Réttindagátt- mínar síður, sjá hér til hægri. Ef kort týnist er hægt að sækja um rafrænt kort í Réttindagátt mínum síðum, einnig hér til hægri.

Sjá almennt um notkun hér vinstra megin undir Almennar upplýsingar.

Einstaklingar sem hafa ríkisfang utan EES landa og eru sjúkratryggðir á Íslandi

Ekki er gefið út evrópskt sjúkratryggingakort til einstaklinga með ríkisfang utan EES landa þó svo einstaklingur sé sjúkratryggður á Íslandi. Þeir fá útgefna svokallaða tryggingayfirlýsingu sem staðfestir að viðkomandi sé sjúkratryggður í almannatryggingakerfinu á Íslandi. Hægt er að sækja um Tryggingayfirlýsingu inná Réttindagáttinni, sjá hér til hægri.

Þessir einstaklingar þurfa að greiða fullt verð fyrir þjónustu og sækja um endurgreiðslu til Sjúkratrygginga, sjá umsókn hér til hægri og þau gögn sem þarf að fylgja hér að ofan

 

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica