Evrópska sjúkratryggingakortið (ES kortið)

  • Evrópska sjúkratryggingakortið

Ríkisborgarar Íslands og annarra EES landa sem eru búsettir og sjúkratryggðir hér á landi eiga rétt á að fá evrópskt sjúkratryggingakort. 

Evrópska sjúkratryggingakortið gildir eingöngu hjá þjónustuaðilum innan hins opinbera sjúkratryggingakerfis.

Evrópska sjúkratryggingakortið gildir að öllu jöfnu í þrjú ár en fimm ár hjá lífeyrisþegum og endurnýja þarf kortið að þeim tíma liðnum. Ef kort týnist er hægt að sækja um bráðabirgðakort í Réttindagátt mínum síðum.

Um kortið og notkun þess gilda EES reglugerðir um almannatryggingar og reglur sem settar hafa verið á grundvelli þeirra.

Sótt er um kortið í Réttindagátt einstaklings sjá "Næstu skref" hægra megin hér á síðunni.

Einstaklingar sem hafa ríkisfang utan EES landa og eru sjúkratryggðir á Íslandi

Ekki er gefið út evrópskt sjúkratryggingakort til einstaklinga með ríkisfang utan EES landa þó svo einstaklingur sé sjúkratryggður á Íslandi. Þeir fá útgefna svokallaða tryggingayfirlýsingu sem staðfestir að viðkomandi sé sjúkratryggður í almannatryggingakerfinu á Íslandi. Hægt er að sækja um Tryggingayfirlýsingu inná Réttindagáttinni.

 

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica