Afgreiðslutími Alþjóðadeildar

Almennur afgreiðslutími Alþjóðadeildar er 2-4 vikur en þó lengri í sumum málum, þ.e. afgreiðslutími er mismunandi eftir málaflokkum deildarinnar. 


Í þeim málum þar sem senda þarf fyrirspurn milli landa þá getur afgreiðslutíminn dregist eftir því hversu fljótt svör berast að utan og er það mjög mismunandi eftir löndum.

Allar umsóknir er að finna hér til vinstri undir Umsóknir og hvernig er hægt að skila umsóknum og gögnum er útlistað hér að neðan.

Hafa samband við Alþjóðadeild eða senda inn gögn.

Þjónustuver Sjúkratrygginga Íslands er opið frá 10:00 til 15:00 alla virka daga.

Hægt er að skila inn umsóknum og gögnum í Þjónustuverið sem eiga berast Aljóðadeildinni.

Einnig með öruggum gagnaskilum í gegnum Réttindagátt-mínar síður eða Gagnagátt heilbrigðisstarfsmanns til Alþjóðadeildar

Með bréfpósti til:

Sjúkratryggingar Íslands,
Alþjóðadeild
Vínlandsleið 16
150 Reykjavík

eða á netfangið: international@sjukra.is.


Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica