Réttindi milli landa
Greiðsluþátttaka erlendis vegna COVID-19
Vinsamlegast athugið að afgreiðslutími alþjóðamála er 8-10 vikur sökum mikils álags vegna COVID-19.
Sjúkratryggðir á Íslandi í ferðalögum í öðrum EES löndum framvísa gildum ES kortum sínum ef nauðsyn er á heilbrigðisþjónustu. Sama gildir um nauðsynlega heilbrigðisþjónustu vegna COVID-19.
Athugið að COVID-19 próf á landamærum vegna ferðalaga teljast almennt ekki nauðsynleg heilbrigðisþjónusta.
Þeir sem eru á ferðalagi í löndum utan EES eða framvísa ekki ES korti, gætu þurft að greiða fullt gjald fyrir heilbrigðisþjónustu sem þeir nýta. Hægt er að sækja um endurgreiðslu á erlendum sjúkrakostnaði til Sjúkratrygginga Íslands. Með umsókn þarf að fylgja frumrit reikninga, staðfesting á greiðslu ásamt flugmiðum báðar leiðir.
Í þeim tilvikum þar sem heilbrigðisstofnanir í öðrum EES löndum hafa neitað að taka við ES korti er einstaklingum bent á að hafa samband við alþjóðamál SÍ á netfangið international@sjukra.is til þess að kanna möguleika á endurgreiðslu.
-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Umsækjendur fylla út eyðublað og senda til Sjúkratrygginga Íslands, sjá umsókn um endurgreiðslu á erlendum sjúkrakostnaði https://www.sjukra.is/heilbrigdisthjonusta/rettindi-milli-landa/umsoknir/.
Hægt er að skila inn öllum gögnum með öruggum hætti á Réttindagátt – Mínar síður á vef Sjúkratrygginga Íslands www.sjukra.is
Á síðunni „Ferðaráð vegna COVID-19 heimsfaraldurs“ má finna svör við algengum spurningum og upplýsingar um þekktar ferðatakmarkanir eftir löndum.
Á síðunni www.covid.is má finna ýmsar gagnlegar upplýsingar.
Sjúkratryggingar vilja einnig benda á eftirfarandi frétt frá Utanríkisráðuneytinu þar sem einstaklingar sem staddir er erlendis eru hvattir til að koma heim: https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/03/16/Upplysingar-til-Islendinga-a-ferdalagi-erlendis-eda-dveljast-thar-timabundid/
Fyrir frekari fyrirspurnir vinsamlegast sendið tölvupóst á international@sjukra.is
-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Mikilvægt er að kynna sér réttindi sín, hér á landi sem og erlendis, áður en hugað er að flutningi eða ferðalagi.
Alþjóðamál Sjúkratrygginga Íslands halda meðal annars utan um skráningu einstaklinga í tryggingaskrá, endurgreiða sjúkrakostnað, læknismeðferðir erlendis og gefa út evrópskt sjúkratryggingakort.
Frekari upplýsingar er að finna hér á síðunni.
Afgreiðslutíminn er alla virka daga frá 10-15
Hægt er að hafa samband með því að senda tölvupóst á netfangið international@sjukra.is eða í síma 515-0002.