Réttindi milli landa

Greiðsluþátttaka Sjúkratrygginga Íslands  vegna COVID-19

Þjónusta sem tengist beint COVID-19 er öllum gjaldfrjáls á Íslandi.

Sjúkratryggðir á Íslandi í ferðalögum í öðrum EES löndum framvísa gildum ES kortum sínum ef þörf er á heilbrigðisþjónustu.

Þeir sem eru á ferðalagi í löndum utan EES eða framvísa ekki ES korti, gætu þurft að greiða gjald fyrir heilbrigðisþjónustu sem þeir nýta. Hægt er að sækja um endurgreiðslu á erlendum sjúkrakostnaðar til Sjúkratrygginga Íslands. Með umsókn þarf að fylgja frumrit reikninga, staðfesting á greiðslu ásamt flugmiðum.

 Þjónusta sem tengist beint COVID-19 er endurgreidd að fullu.

En til að hægt sé að fá fulla endurgreiðslu vegna COVID-19, verður að koma skýrt fram á reikningi að þjónusta sé vegna COVID eða læknisvottorð sem tiltekur að svo sé. Þessi gögn verða að fylgja umsókn um endurgreiðslu erlends sjúkrakostnaðar.

Umsækjendur fylla út eyðublað og senda til Sjúkratrygginga Íslands, sjá umsókn um endurgreiðslu á erlendum sjúkrakostnaði https://www.sjukra.is/heilbrigdisthjonusta/rettindi-milli-landa/umsoknir/.

Hægt er að skila inn öllum gögnum með öruggum hætti á Réttindagátt – Mínar síður á vef Sjúkratrygginga Íslands www.sjukra.is

Á síðunni „Ferðaráð vegna COVID-19 heimsfaraldurs“ má finna svör við algengum spurningum og upplýsingar um þekktar ferðatakmarkanir eftir löndum.

Á síðunni www.covid.is má finna ýmsar gagnlegar upplýsingar.

Sjúkratryggingar vilja einnig benda á eftirfarandi frétt frá Utanríkisráðuneytinu þar sem einstaklingar sem staddir er erlendis eru hvattir til að koma heim: https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/03/16/Upplysingar-til-Islendinga-a-ferdalagi-erlendis-eda-dveljast-thar-timabundid/

Fyrir frekari fyrirspurnir vinsamlegast sendið tölvupóst á international@sjukra.is
Mikilvægt er að kynna sér réttindi sín, hér á landi sem og erlendis, áður en hugað er að flutningi eða ferðalagi.

Alþjóðadeild Sjúkratryggingar Íslands halda meðal annars utan um skráningu einstaklinga í tryggingaskrá, endurgreiða sjúkrakostnað, læknismeðferðir erlendis og gefa út evrópskt sjúkratryggingakort.

Frekari upplýsingar er að finna hér á síðunni.

Afgreiðslutíminn er alla virka daga frá 10-15

Hægt er að hafa samband með því að senda tölvupóst á netfangið international@sjukra.is eða í síma 515-0002.

 
 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica