Læknishjálp

Á Íslandi er læknishjálp og heilbrigðisþjónusta að meginreglu veitt á heilsugæslustöðvum, sjúkrahúsum og á stofum sérfræðinga.

Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) taka almennt til læknishjálpar á vegum heilsugæslustöðva og sjúkrahúsa. Þá taka sjúkratryggingar til nauðsynlegra rannsókna og meðferðar hjá sérgreinalæknum skv. reglugerð.  

Sjúkratryggðir einstaklingar greiða fyrir læknisþjónustu samkvæmt reglugerð um hlutdeild sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu sem gefin er út af velferðarráðuneyti.

Aldraðir og lífeyrisþegar greiða almennt lægra gjald. Börn greiða lægri gjöld eða engin fyrir læknisþjónustu.

Frekari fyrirspurnir er hægt að senda á netfangið: [email protected]  einnig er hægt að hafa samband í síma 515 0000 eða 515 0003

Upplýsingar um reglugerðir má sjá undir  " lög og reglguerð " og gjaldskrár má finna undir  " fjárhæðir og gjaldskrár ". 

 

Þjónusta heimilislækna utan dagvinnutíma

Læknavaktin að Háleitisbraut 68 er með móttökuvakt og sér um vitjanaþjónustu frá kl. 17:00 til 23:30 alla virka daga og frá kl. 09:00 (vitjanir frá kl. 8:00) til 23:30 allar helgar og alla frídaga. 

Þjónustusvæðið er heilsugæsluumdæmi Reykjavíkur (utan Kjalarness) og heilsugæsluumdæmin í Kópavogi, Seltjarnarnesi, Garðabæ, Álftanesi og Hafnarfirði. 

Jafnframt er Læknavaktin með upplýsinga- og ráðgjafarþjónusta (í síma 1770) frá kl. 17:00 til 08:00 alla virka daga og allan sólarhringinn um helgar og alla frídaga. 

Tilvísun:

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica