Greiðsluþátttökukerfi vegna læknisþjónustu, þjálfunar o.fl.

Markmiðið með greiðsluþátttökukerfi er að lækka útgjöld þeirra einstaklinga sem þurfa mikið á heilbrigðisþjónustu að halda og hafa greitt háar fjárhæðir fyrir þá þjónustu. 

Einstaklingar geta skoðað stöðu sína í greiðsluþátttökukerfinu á mínum síðum í Réttindagátt

Athugið 

Ef einstaklingur telur að hann eigi eftir að fá endurútreikning á ofgreiðslu vegna læknisþjónustu og þjálfunar er hægt að senda tölvupóst á netfangið [email protected]

Greiðsluþátttökukerfið sér til þess að einstaklingar greiða ekki meira en ákveðna hámarksfjárhæð í hverjum mánuði fyrir heilbrigðisþjónustu. Þessar fjárhæðir eru tilgreindar í reglugerð um hlutdeild sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu. 

Gjaldskrár má finna undir fjárhæðir og gjaldskrár

Samningar um heilbrigðisþjónustu

 
 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica